Úrval - 01.03.1979, Síða 30
28 ÚRVAL
Hann var stórslasaður og dró varla andann. En þaÖ var
eitt, sem hélt honum gangandi.
\
MAÐURINN SEM
EKKI VILDI
DEYJA
— Winfred Blevins —
— Úr Give your Heart to the Hawks —
MAÐURINN SEM EKKI VILDI DEYJA
29
VK
Þ
M".
/'i'*
\v vVní/ v/ sy
*
*
*
EGAR Hugh Glass var
fertugur, var hann þrár
og sjálfstæður eins og títt
er um fjallamenn.
Ágústmorguninn, sem
saga okkar hefst, var hann á ferð við
tíunda mann. Þeir voru á leið yfir
hrjðstruga og gróðurlitla sléttuna,
sem nú er Suðurdakóta, á leið upp
með Grand River til gildruveiða 1
Klettafjöllum.
Glass var kominn á undan aðal-
hópnum og var að leita sér að
berjum, þegar hann gekk óvænt fram
á stóra skógarbirnu með tvo húna.
Birnan réðist þegar á hann og slengdi
honum til jarðar með einni voldugri
hrammsveiflu. Svo réðist hún á
hreyflngarlausan manninn og reif
bita úr honum. Þegar afgangurinn af
hópnum kom hlaupandi að vita
hverju hróp Glass sættu, blasti ójafn
leikur við sjónum: Birnan klóraði
liggjandi manninn í ákafa, en hann
hafði það eitt sér til varnar að dangla
til birnunnar með hnífnum sfnum,
þegar hún kom f færi. Mennirnir
miðuðu rifflum sfnum á birnuna og
unnu á henni.
Mönnunum til undrunar var Glass
enn lifandi. Flest rifbeinin voru
brotin. Á hálsinum var ljótt svöðusár,
sem loftbólur mynduðust f, þegar
hann dró andann. Um allan
lfkamann voru djúpar klóristur eftir
birnuna. Mennirnir töldu 15 sár, sem
hvert um sig var nógu svakalegt til að
geta riðið Glass að fullu. Mennirnir
brostu aðdáunarbrosum en ekki
lausum við dapurleika. Þeir gátu ekki
annað en dáðst að manni, sem gat
enn tórt eftir svona meðferð. Svo var
ákveðið að búast til hvíldar. Það yrði
hvort sem væri ekki tími til að halda
lengra þennan daginn, þegar búið
væri að grafa Glass.
En Glass var enn á lífi næsta
morgun. Þetta fór að verða dálítið
óþægilegt. Það var mjög virðingarvert
af Glass að lifa smástund eftir með-
ferðina, sem hann hafði fengið, en
öðru máli gegndi um að tóra nóttina
af líka. Indjánar höfðu ráðist á
hópinn fyrir aðeins fáum dögum —
þar höfðu tveir menn fallið.
Foringi hópsins, Andrew Henry,
majór, gerði það sem honum bar.
Indjánar gátu verið hvar sem var, og
það var um að gera að komast sem
fyrst af þeirra slóðum. Það var fásinna