Úrval - 01.03.1979, Page 38
ÚRVAL
Kominn er eg út
á kóngsskip þetta;
margur liggur þar
minn jafningi;
er væl og vein
víða að heyra,
hljóð og háreysti
hjáþeim stóru.
Skelf eg á beinum,
bylgjur rísa,
ógnar ægir mér
og andvirði;
hefur stundum upp
hátt til skýja,
en í undirdjúp
að öðm bragði.
Svignar þá reiði,
syngur í togum,
grenjandi sjór
gengur yfir allt;
hart niður slær
hvorri síðu,
ei er annað sýnt
en allt forgangi.
Ofbýður mörgum,
út þeir hlaupa;
ýmsir inn kafa
aftur að nýju.
Hjálpaðu, minn guð,
mér, kind þinni,
so eg þreyi vel
með þínum börnum.
Hvað er til ráða?
Hvör gleður mig?
Veslingur er eg
og vobeygja,
aðburðlítili
og óskynjandi,
allsóvanur
í sjóferðum.
Krist minn sé eg,
kóng himnanna;
sá keypti mig
með sínu blóði,
lagði mig ofan
í laug blessaða,
gjörði yfír mér frið
við guð sjálfan.