Úrval - 01.03.1979, Page 39
37
Hann skal gleðja mig,
hann kann stjórna,
hann á skip þetta
helgrar kristni.
Heimsöldu sjór
hátt þó brúsi,
stýri orða hans
stöðugt leiðir.
Kæta góðir mig
Krists skipverjar,
þar með eldleg guðs
englafyiki,
hátt masturtré
og hin mjúka voð,
byr hagstæður
í báðum skautum.
Hrærir trúarsegl
heilagur andi,
fest við stöpul
fyrirheitanna.
Þá er fordild
á fagri sigling,
þegar vindur guðs
vegsjó greiðir.
★ ★ ★
Rennur í togi
traust lífatker,
fært í fárviðrum
fast að grunni;
elur þol og bið
óþreytta von
yfir grunnsteini
góðum,Jesú Krist.
Góss er allmikið
á guðs skipi;
yndið gefur mér
andleg vara,
fagur friður Krists
og forlát synda,
eign réttlætis
og eilíf sæla.
Hleypur skeið um mar,
þó hallast verði;
blæs í voð vindur,
voldugur drottinn.
Huggun er kristnum
að höfn farsælli.
Er við ævilok
enduð reisa.