Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
Þrátt fyrir deilur og ógnanir er eitt víst: Suður-kórea
hefur blómstrað undir stjórn hins harðsnúna Park
hershöfðingja.
SUÐURKÖREA
OG
HARÐSTJÖRI HENNAR
— David Reed —
ARK CHUNG HEE,
• ---- vj/ _ ’
P(j5 hershöfðingi, forseti
Suður-kóreu, er ekki af
-----vj(- þeirri manntegund sem
:u,heföi yljað Thomasi
Jefferson eða öðrum merkisberum
lýðræðisins um hjartafætur. Hann er
harðurí horn að taka og ákveðinn, og
hefur komið á fót harðskeyttri stjórn,
fangelsað andstæðingana og bannað
umræður. Hann er forystumaður í
,,Kóreuhneykslinu”, sakaður um að
senda menn til Washington til að
múta bandarískum þingmönnum.
En hvaða hnúska, sem hann kann
að hafa, má telja fullvíst að sagan
minnist hans fyrst og fremst vegna
þess árangurs sem hann hefur náð.
Undir harðstjórn hans hefur eitt
fátækasta ríki heimsins breyst í
blómstrandi þjóð. Ekkert hefur
komist á hálfkvisti við suður-
kóreanska ævintýrið, síðan Japanska
efnahagsundrið gerðist.
Hagvöxtur Suður-kóreu er 10% á
ári, eða miklu meiri en nokkurs
annars ríkis þriðja heimsins.
Rauntekjur hafa vaxið um 7% á ári,
og fólkið er nú farið að njóta
þæginda, sem fram undir þetta vom
forréttindi vestrænna þjóða og
japana. Seoul, höfuðborgin, er orðin