Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 44
42
ÚRVAL
einbeita sér fyrst í stað að vefnaði og
skógerð, hvort tveggja iðngreinar,
sem krefjast mikils og ódýrs vinnu-
afls. Einn hagfræðinganna segir:
,,Við hófumst handa út frá þeirri
staðhæfingu, að illa launað starf væri
betra en alls ekkert starf. ” Það átti að
flytja inn hráefni og framleiða
útflutningsvörur á mjög samkeppnis-
færu verði. Ekki leið á löngu þar til
Suður-kórea var farin að kaupa
ógrynni af leðri í Bandaríkjunum,
breyta því í skó heima fyrir með
ódýru vinnuafli og selja þá aftur í
Bandaríkjunum á hlægilega lágu
verði.
Þar sem einkaaðilar voru ekki færir
um að koma upp iðnaði, hljóp ríkis-
stjórnin undir bagga — opnaði til
dæmis stálbræðslu og efna-
verksmiðjur. Suður-kóreanskir
verslunarmenn hafa gott viðskiptavit.
„Ríkisstjórnin gefur mönnum frjálsar
hendur og gott svigrúm — en krefst
þess að sjá árangur,” segir
bandaríkjamaður, sem þekkir vel til í
Suður-kóreu. ,,Ef þjóðina vantar svo
og svo mikið af steypu; er eins gott
fyrir framleiðandann að standa skil á
henni. Annars fýkurí skattborgarana,
sem standa á bak við fyrirtækið. ’ ’
Árangurinn er stórmerkilegur.
Útflutningurinn — sem var aðeins
fyrir 175 milljónir dollara 1965 —
komst upp í 10 milljarða dollara á
síðasta ári, og talið er að sú upphæð
muni tvöfölduð árið 1981. Og suður-
kóreanar láta sér ekki lengur nægja að
framleiða einfaldar iðanaðarvörur.
Nýjar skipasmíðastöðvar fullgerðu
risatankskip og önnur skip fyrir 620
milljónir dollara á síðasta ári. Ný
bílaverksmiðja áætlar að selja þriðja
heiminum 16 þúsund bíla á þessu ári.
Suður-kóreönsk verktakafyrirtæki
hafa náð sér í 2,5 milljarðs dollara
samning við olíulönd fyrir botni
Miðjarðarhafs um að leggja vegi hjá
þeim. Og það er ekki aðeins að þeir
leggi til verksvitið heldur líka vöðva-
aflið — 30 þúsund kóreanskir verka-
menn hafa verið sendir flugleiðis til
austurlanda til að vinna verkið.
Ef efnahagurinn væri það eina,
sem Suður-kórea þyrfti að hafa
áhyggjur af, gætu þeir tekið lífinu
létt. En þjóðin liggur undir stöðugri
stríðshótun. Stjórnandi Norður-
kóreu, Kim II Sung, sem blöðin í ríki
hans kalla ,,hinn ósigrandi”, og ,,sól
mannkynsins” — hefur aldrei dregið
til baka þá yfirlýsingu, að það sé
markmið hans að „frelsa” Suður-
kóreu. Formlegri styrjöld lauk með
vopnahléi 1953. En friðarsáttmáli
hefur aldrei verið gerður, og um 400
suður-kóreanir og 49 bandarískir
hermann hafa látið lífíð í landa-
mæraskærum.
Þó Suður-kórea hafí skotið Norður-
kóreu kyrfílega ref fyrir rass í
þróunarmálum — hagvöxturinn er
tvisvar sinnum meiri í Suður-kóreu og
bilið breikkar ört — gegnir öðru máli
með herstyrk. Suður-kórea ver innan
við 5% þjóðartekna til landvarna, en
Norður-kórea ver 15-20%.
Afleiðingin er sú, að Norður-kórea á