Úrval - 01.03.1979, Page 45

Úrval - 01.03.1979, Page 45
43 SUDURKÓREA OG HARDSTJÓRl HENNAR nærri 2000 skriðdreka, suðrið aðeins 1100. Norðrið getur sent 655 herþotur á loft, suðrið á aðeins 320 á móti þeim. Þar að auki er Seoul í beinni skotlínu, því vopnlausa svæðið — landskikinn sem skilur að suður- hlutann og norðurhlutann — er aðeins 35 kílómetra norðan við borgina. Stórskotalið Norður-kóreu getur skotið á úthverfi Seoul, og norður-kóeanskar þotur geta verið komnar yfir hana á innan við þremur mínútum. Þau 25 ár, sem liðin eru frá því að Kóreustríðinu lauk hafa Suður- kóreanar notið þess að vita af bandarísku herliði í landinu í samræmi við samninga kóreana og bandaríkjamanna um aðstoð þeirra síðarnefndu við varnir landsins. En Carter forseti kom á óvart á síðasta ári, er hann tilkynnti þá fyrirætlun slna að kalla heim allan landher bandaríkjamanna, 34 þúsund manns, á fjórum árum, svo eftir yrðu aðeins 7000 menn úr flughernum og varaáhafnir á F-4 flugvélar. Suður- kórea getur sjálf séð um varnir sínar á jörðu, sagði hann, með hjálp bandaríkjamanna úr lofti, ef með þarf, sjöundu herdeiidarinnar og öðru herliði bandaríkjamanna þarna í grenndinni. Suður-kóreustjórn varð mikið um þessi tíðindi, og sömuleiðis japönum. Frammi fyrir andstöðu af ýmsu tagi frá ýmsum þingmönnum Bandaríkjanna breytti Carter þessari ákvörðun, þannig að aðeins ein herdeild (um 800 manns) og 2600 aðrir starfsmenn verða kallaðir heim á þessu ári. En háttsettir stjórnarmenn segja, að Carter sé enn ráðinn x að kalla nær allt herliðið heim. Fyrr eða síðar verða Suður-kóreanir að verða sjálfum sér nægir. Þessar deilur milli Norður- og Suður-kóreu eru mjög persónulegt mál fyrir Park Chung Hee, hinn umdeilda forseta Suður-kóreu. Árið 1968 sendi Kim II Sung („hinn heittelskaði leiðtogi vor,” eins og viðkvæðið er í fjölmiðlum Norður- kóreu) 31 manna stormsveitarlið til Seoul með fyrirmæli um að drepa Park — með því að hálshöggva hann. Innrásarmennirnir voru stöðvaðir af varðliði forsetanns, aðeins um 300 metra frá Bláa húsinu, aðsetri forsetans. 1974 var forsetinn að halda ræðu í Þjóðleikhúsinu í Seoul, þegar norður-kóreanskur flugumaður kom hlaupandi fram eftir leikhúsinu og skaut að forsetanum. Hann hitti hann ekki, heldur drap konu hans, sem sat við hlið hans. Park var harður og dulur fyrir, en það hefur margfaldast eftirþennan atburð. Park er nú sextugur. Hann er fæddur í fjallaþorpi, sonur fátækra bændahjóna, og varð grunnskóla- kennari 19 ára að aldri. Ekki þótti honum nóg framtíð í því, heldur gerðist liðsforingjanemi í setuliði japana. Hann stóð sig svo vel í herskóla Mansjúríu að hann var sendur í Keisaralega herskólann í Japan, og brautskráðist úr honum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.