Úrval - 01.03.1979, Page 57
FORRÉTTINDI BANDARÍSKRA ÞINGMANNA
55
Sam Rayburn-skrifstofuhúsið kostaði
125 milljónir dollara og var dýrasta
hús miðað við stærð, sem reist hafði
verið í heiminum, er því var lokið.
starfsfólk þingmanna eða þingsins
getur notið, og hafa þá gjarnan
sýnt sérstaka ættrækni í
mannaráðningum. Eiginkonur, börn,
systkini og foreldrar reyndust oft þeir
starfskraftar sem nærtækastir voru.
Fyrir tlu árum voru sett lög, sem
banna þingmönnum að ráða svo nána
ættingja til starfa. En þingmenn eru
ráðagóðir menn. Þeir hafa náð
góðu samkomulagi um að ráða
ættingja hvers annars — ,,ef þú
ræður mömmu ræð ég konuna þína”
— og svo framvegis.
Yfirleitt er ráðið x öll störf, sem
þinginu tengjast, eftir pólitískum
leiðum. 48 lyftuverðir og 67 starfs-
menn í pósthúsi þingsins fá þrjár og
hálfa milljón króna í laun á ári, fyrir
28 stunda vinnuviku. Lögreglulið
þingsins er stærra en borganna
Oakland eða Nashville og er einn
lögreglumaður á hvern starfsmann
þingsins. Lögreglumenn hafa lítið að
gera annað en snatta fyrir þingmenn
eða lesa blöðin.
Eiginkonur þingmanna fá ókeypis
hárgreiðslu í hárgreiðslustofu
Bandaríkjaþings.
í;..- .-v.