Úrval - 01.03.1979, Síða 60
58
ÚRVAL
að þingmenn hafa verið áminntir
fyrir misferli eða misnotkun á aðstöðu
sinni, en í níu tilvikum að tlu ná þeir
endurkosningu.
Það sannast einu sinni enn, að I
lýðræðisfyrirkomulagi fær fólk þá
stjórn, sem það á skilið.
Spákonan: ,,Þú verður fátækur og óhamingjusamur fram að þrítugu.
Viðskiptavinur: ,,Hvaðþá?”
Spákonan: „Þásættirðuþig við það.” -K.K.
Tannlæknir við sjúkling: ,,Ég veit hversu erfitt það er að opna
munninn og segja ekki neitt, en reynið nú, herra þingmaður.” -L.V.
Eiginkonan við manninn sem er niðursokkinn í dagblaðið: „Hefur
þér aldrei dottið i hug að það gæti eitthvað verið að gerast sem ekki er
getið um í heimsfréttunum? -J.M.
,,Ástin mín,” sagði hann. „Leyfðu mér að horfa á yndisfagurt andlit
þitt og ég skal kaupa þér safalamúffu. Leyfðu mér halda í hönd þina
og ég kaupi þér silfurrefahúfu. Leyfðu mér að kyssa þig og ég kaupi
þérminkaslá. Leyfðu mér . . . . ”
, ,Hættu,” hrópaði hún. , ,Það er komið nóg af loðskinnum.”
Nískur piparsveinn gekk dag nokkurn inn á,uppáhaldsveitinga-
staðinn sinn og pantaði miðdagsverð. Ný framreiðslustúlka afgreiddi
hann og hann gaf henni þrjú sent i þjórfé. Þegar hann birtist aftur
næsta dag þakkaði hún honum fyrir örlætið og sagðist geta séð
skapgerð viðskiptavinanna út frá þvi sem þeir gæfu í þjórfé.
„Jæja,” sagði hann, „hvað geturðu sagt mér um mig?”
„Þú raðaðir þrem sentum í fallega röð,” sagði framreiðslustúikan.
„Það sýnir að þú ert reglusamur. Fyrsta penniið sýnir að þú ert
sparsamur, annað að þú sért piparsveinn. ’ ’
„Þetta er rétt,” samsinnti hann. „En hvað segir þriðja penniið
þér?”
„Þriðja penníið segir mér að faðir þinn hafi einnig verið
piparsveinn.” -ME