Úrval - 01.03.1979, Side 66
64
ÚRVAL
^Úr tjeimi læknavísirfdanria
MILTAÐ BJARGAR SÉR
Þótt furðulega lítið sé vitað um
miltað, þetta litla líffæri undir brjóst-
kassanum vinstra megin, er þó ljóst
að það gegnir einu mikilvægu hlut-
verki: Það hreinsar bakteríur og
aðskotaefni úr blóðinu. Það er
sérstaklega mikilvægt til að koma í
veg fyrir alvarlega bakteríusýkingu og
heilahimnubólgu í börnum, sem hafa
ekki komið sér upp ónæmi fyrir
ákveðnum örverum. En það hefur
löngum vaidið vísindamönnum
heilabrotufn, að sýkingar af þessu
tagi, sem eru tiltölulega algengar í
börnum sem miltað hefur verið tekið
úr vegna krabbameins eða blóðsjúk-
dóma, koma sjaldan við sögu hjá
börnum sem miltað hefur sprungið í
og síðan verið numið á brott. Nú
telur samstarfshópur við Yaleháskóla,
sem vinnur undir forustu Howard
Pearson, barnalæknis, að hluti
gátunnar sé ráðinn.
Samstarfshópurirm^raTílTsakaði 22
sjúklinga, sem miltað hafði verið
tekið úr eftir slysí bernsku. Blóðrann-
sókn sýndi að í 13 sjúklingum af
þessum hópi hreinsaðist blóðið enn á
sama hátt ogí þeim, sem miltað hafa,
þótt miltað hefði sannanlega verið
tekið úr þeim fyrir einu til átta árum.
Geislarannsókn á innýflum fírnrn af
þessum þrettán leiddu í ljós, að í
þeim leyndust litlir hnúðar úr miltis-
vefjum. Niðurstaða læknanna, sem
þeir birtu nýverið í The New England
Journal of Medicine, var sú, að þegar
miltað springur, dreifíst frumur úr
því og taki sér bólfestu á öðrum
vefjum, verði þar að klösum og haldi
áfram störfum sínum sem ,,smá-
miltu” Sín á milli kalla vísindamenn-
irnir í Yale þessa miltishnúða
, ,endurfædda miltað”.
ÚrTime
VESKISGIGT
Margt merkilegt dettur þeim í hug
í Ameríkunni. Eitt af því voru hin
svokölluðu kreditkort, sem eru eins
konar skilríki til þess að láta skrifa hjá
sér. Vísast er að sumir hafí komið sér
upp keðjukredít af þessu tagi,
samanber ávísana keðjurnar hér
forðum; svo mikið er víst, að sumir
bera á sér heilan stafla af þessum
kortum sem þeir nota svo á víxl.
Þetta hefur náttúrlega valdið því,
að veskin hjá þeim sumum verða æði
þykk, og það eiga íslenskir karlmenn
gjarnan sammerkt með kynbræðrum
sínum vestan hafs, þótt ekki séu það
kreditkortin, sem belgja út veskin
hér, heldur verðlitlir bankaseðlar,
ökuskírteini, nafnskírteini, félags-
skírteini og hvers lags nótur og
kvittanir. Karlmenn beggja vegna
hafsins eiga því samgeiginlegra
hagsmuna að gæta í því að þynna ögn
veskin sín, því þau geta hreinlega