Úrval - 01.03.1979, Page 71
LIST HJÓNABANDINS 69
Frá umrœðum um fjölskylduna og hjónabandið, er fram
fóru ídagblaðinu Nadelja.
LIST
HJÖNABANDINS
nauðungarhjónabönd. Konan hefur
nákvæmlega sama rétt og möguleika,
a. m. k. í sósíalísku löndunum, eins
og karlmaður til þess að velja
eiginmann eða skilja við hann, til
þess að giftast aftur eða til þess að lifa
ein út af fyrir sig.
Oft á tíðum vinnur hún sér ekki
minna inn heldur en ,,herra hennar
og húsbóndi” og skipar æðri og
virðingarmeiri stöðu. Konur skipa
65% starfa í ráðuneytum og við efna-
hagslega stjórnun, 73% á sviði
fræðslumála og 84% innan
heilbrigðisþjónustunnar. Helmingur
alls vísindalegs starfsliðs er konur.
Við þessar aðstæður er hjónaband
af hagkvæmnisástæðum algerlega
ónauðsynlegt. Trúarlegar og
þjóðernislegar hindranir í vegi hjóna-
bands tveggja persóna, sem unnast,
eru annars vegar ólöglegar og hins að
engu orðnar.
Að sjálfsögðu eru enn í dag til
konur, sem finna til minnimáttar-
kenndar, er þær eiga ekki eignmann,
sama hve litilmótlegur hann kann að
vera. En þarna er aðeins um að ræða
sálfræðilega tregðu. Öfga á hinn
bóginn gætir miklu tíðar. Dagblaðið
Komsomolskaja Pravda skýrir frá því,
að af 100 hjónum, sem þjóðfélags-
fræðingar spurðu, sögðu 90 konur, að
þær sjálfar væru höfuð fjölskyld-
unnar. og eiginmennirnir studdu þær
í þeirri trú.
Þjóðfélagleg sjálfsvörn
Fyrir meira en 50 árum sagði V. I.
Lenin, að ást vaiðaði tvö mannslíf, og