Úrval - 01.03.1979, Side 72
70
ÚRVAL
hið þriðja, nýtt líf, yrði til. I þessu
felst áhugi þjóðfélagsins.
Þjððfélagið getur engan veginn
látið sér á sama standa um fjölda
þeirra einstaklinga, sem ekki geta
myndað og viðhaldið fjölskyldu.
Umræðurnar, sem fjöldi lesenda tók
þáttí, snérustu um þrjú atriði:
— Stofnun og fjárhagslegan
stuðning ríkisins við „hjúskaparþjón-
ustu”, sem gæti stuðlað að því að
fólk, sem getur aðlagast hvort öðru,
bæði líkamiega og andlega, kynnist.
— Fræðslu um list innbyrðis-
samskiptaf hjónabandi.
— Kunnáttusamlega aðstoð við
fjölskyldur, sem eigaí erfiðleikum.
Við höfum þegar fengið nokkra
jákvæða reynslu af hjúskapar- og
fjölskylduráðgjafarþjónustu.
Eðlunarfræðingar í Leningrad
buðu opinberlega ölium, sem sóttu
um giftingarleyfi, ráðgjöf varðandi
fjölskyldulíf.
Fyrsta fræðsluerindið fyrir verðandi
hjón fjallaði um sálfræði hjónalífs,
frumreglur gagnkvæmra tengsla
eiginmanns og eiginkonu, skiptingu
fjölskylduábyrgðarinnar og hvernig
unnt er að forðast sumar algengar
orsakir árekstra. Eftir það var rætt við
konur og karla í aðskildum hópum
um lífeðlisfræði og sálfræði kynferðis-
legrar aðlögunar, kynferðislegt
samræmi og algengustu orsakir
ósamræmis.
Hvergi nærri allir, sem boðið var
komu. Margir ímynda sér, að þeir séu
vel heima í málum er varða kynlíf og
fjölskyldulíf. En innan árs er einmitt
þetta fólk í meirihluta þeirra, sem
biðja ráðgjafarþjónustuna um aðstoð,
jafnvel þótt enginn hafi opinberlega
boðið þeim það.
Samkvæmt upplýsingum
prófessors Dmitri Tsjetsjet við
Leningradháskóla liggur tímabundið
kynferðislegt ósamræmi til grund-
vallar 50% allra hjónaskilnaða. Það er
hlægilegt, að dýrmæt fjölskyldubönd
skuli slitna af slfkri ástæðu. í fyrir-
lestrum sínum leggur prófessor
Tsjetsjet sannfærandi áherslu á það,
að þegar allt kemur til alls sé jafnvel
hægt að sigrast á alvarlegum kynlífs-
vandamálum. Og í þeim tilfellum,
þegar hreinlega er um að ræða
reynsluleysi, sem er mjög algengt og
skiljanlegt, þegar haft er í huga, að
fólk giftist slfellt yngra og yngra, þá
er oft nægilegt að eiga opinskáar og
einlægar viðræður við unga
eiginmanninn og eiginkonuna til
þess að afstýra ógæfu.
Fjölskyldu- og hjúskaparþjónustan
í Moskvu hefur einnig bjargað ófáum
fjölskyldum frá skilnaði. Læknis-
fræðileg og erfðafræðileg ráðgjöf er
farin að hafa æ meiri þýðingu. Þar er
ekki aðeins um að ræða læknis-
fræðilega ráðgjöf (t.d. að rannsakaðar
sé samþýðanleiki þeirra, sem hyggja á
hjónaband), heldur er og fjallað um
mál er varða sálfræði hjónabandsins.
Margir þeirra, sem rætt var við,
töldu hjúskaparþjónustuna jákvæða.
Slíkar miðstöðvar fyrir einmana fólk á
ýmsum aldri hafa starfað í mörg ár í