Úrval - 01.03.1979, Page 75
73
I þessari grein er sú skoðun sett fram, að kaupskipafloti
sovétmanna stundi miskunnarlaust undirboð í vöru-
flutningum, sem sé veruleg ógnun viðflutningagetu þess
hluta heimsins sem stendur utan við kommúnisma.
RÚSSNESKA SÓKNIN
I VESTRÆNA
VÖRUFLUTNINGA
— Edward Hughes —
*****
*[—1*
*
*
*
>K VK
/I\ /-N > »\
FTIR hveitisölusamning
Nixons við Sovétríkin
1972 voru bandarískar
hafnir opnaðar sovéskum
vörufiutningaskipum í
í röska tvo áratugi.
fyrsta sinn
Sovétmenn tóku næstum þegar í stað
að hagnýta sér þetta, ekki aðeins til
að sækja hveitið, sem átti að fara til
Sovét, heldur hvers konar varning til
hinna ýmsu hafna heimsins. Innan
fjögurra ára höfðu þeir 13% skipa-
flutninga milli Bandaríkjanna og
Vesturþýskalands, og 23% allra
flutninga frá Vötnunum Miklu til
Miðjarðarhafshafna, Portúgals,
Spánar, Marokkó og Svartahafshafna
— fyrir utan það sem fór til
Svartahafshafna innan Sovét.
Allt frá Singapore til Seattle, frá
Bangok til Bremen, er rauði
kaupskipaflotinn sífellt að fá meiri
hlutdeild í ábatasömum vöru-
flutningum. Þetta er liður í sívaxandi
baráttu um völdin á sjóleiðum heims-
verslunarinnar. Síðan 1971 hefur
flutningageta sovéskra skipa á
vestrænum versiunarleiðum
sexfaldast. Nú flytja rússnesk skip
23% af því, sem flutt er sjóleiðis yfir