Úrval - 01.03.1979, Page 79
RÚSSNESKA SÓKNIN f VESTRÆNA VÖR UFL UTNINGA
77
lagi verða ríkisstjórnir hins frjálsa
heims að ganga ríkt eftir þvi, að
flutningasamkomulag, sem að
nafninu til er í gildi við Moskvu-
stjórnina, sé haldið. Þetta
samkomulag á að tryggja vestrænum
skipum jafnrétti, en Sovétríkin hafa
alltaf látið það sem vind um eyru
þjóta.
I öðru lagi geta ríkisstjórnir Vestur-
evrópu, Bandaríkjanna, Japan og
annarra, sem hlut eiga að máli, gert
þá kröfu að skipaskrifstofur
kommúnista í viðkomandi löndum
séu háðar ströngum starfsleyfum, og
■ fylgt því fast eftir að viðskiptaaðferðir
þeirra séu undir ströngu eftirliti. Þar
að auki geta ríki hins frjálsa heims
sett sérstakan toll á vörur, sem fluttar
eru til þeirra á sovéskum skipum. Og
loks, ef allt þetta kemur fyrir ekki, er
hægt að setja samræmdar reglur um
lágmarks flutningsgjöld á sovéskum
skipum til og frá vestrænum höfnum.
Reynslan hefur sýnt, að undir
þrýstingi reyna Sovétmenn alltaf að
komast að friðsamlegu samkomulagi,
áður en gripið er til hörðustu ráða. En
aðeins samræmdar og sameiginlegar
aðgerðir eru líklegar til að koma því í
kring. Því fyrr, sem hafist er handa,
því betra. Aðeins með því að byrja
strax getum við verndað þær friðsam-
legu samgöngur, sem hafa verið arfur
hins frjálsa heims um aldir. ★