Úrval - 01.03.1979, Page 80
78
ÚRVAl
Þekktur taugaskurðlœknir lýsir þvt, hvernig reynsla hans
af flóknasta og dularfyllsta líffæri mannsins hefur treyst
trú hans aguð.
HUGRENNINGAR
HEILASKURÐLÆKNIS
RobertJ. White -
***** ÚN VAR einstaklega
elskuleg lítil stúlka. Hún
var sex ára, sérlega falleg,
skir og glöð. En
rannsóknir okkar sýndu,
H
*
*
*
*
*****
að hún var með stórt æxli í heilanum.
Þegar ég opnaði höfuðkúpuna, sá ég
að heilabúið hafði þanist mikið út
vegna blöðru við æxlið. Ég lagði til
atlögu við blöðruna, fulla af vökva,
og . . . . ægilegt slys! Allt í einu
snögghjaðnaði heilabúið og stórar
æðar á því utanverðu sprungu, svo
skurðurinn fylltist blóði.
Við félagar mínir börðumst við að
stöðva blóðflæðið, en við vorum að
tapa. Hryggðin settist að okkur. Ég
hélt bómullarhnoðrum þétt að
blæðandi æðunum og barðist við að
reyna að hafa hemil á blæðingunni.
Loks tókst mér að stemma hana. Ég
þorði ekki að hreyfa flngurna; það
eina sem ég gat gert var að biðjast
fyrir meðan barninu var gefið blóð.
Meðan ég beið, fannst mér ég
fjarskalega vanmáttugur og aumur.
Hver var ég, að fást við svona vanda-
samt verk, að telja mér fært að takast
þessa ábyrgð á hendur, — því þetta
var mín ábyrgð, mín og einskis annars
— að fjarlægja þetta ljóta æxli úr
heila litlu stúlkunnar — heilanum,
vefjasamstæðunni, sem stjórnaði
göfugust gerðum hennar, gáfum