Úrval - 01.03.1979, Side 91
SVISSNESKA SAMBANDIÐ
89
kveðinn upp, voru ekki nema 205
þúsund dollarar eftir á þeim.
Fjármunirnir höfðu verið fluttir til
annarra landa: Pauletta Fry og
ættingjar Sicila höfðu með aðstoð
lögfræðinga lokað sumum
reikningunum en tekið megnið út af
öðrum og komið undan.
En starfsemi Sicilia var samt búin
að vera. Roger Fry — sem neitaði
öllum sakargiftum — fölnaði og féll
næstum í ómegin, þegar hann komst
að því að saksóknarar í málinu höfðu
svissnesku bankaviðskiptin undir
höndum. Frammi fyrir þeim
möguleika að fá lxfstíðardóm, ef hann
sannaðist sekur, játaði hann snarlega
allt og slapp með tíu ára
fanglesisdóm.
En skjölin, sem höfðust upp úr
krafsinu, hafa til muna auðveldað
bandarískum og mexíkönskum
yfirvöldum framtíðarleit og
rannsóknir á svipaðri starfsemi.
Gildrum hefur verið komið fyrir á
öllum helstu leiðum fjármunatil-
færslu. Glæpamenn geta ekki lengur
reitt sig á að illa fenginn auður þeirra
fái að valsa óséður um svissneska
bankareikninga, þótt þeir séu aðeins
auðkenndir með númerum.
P.S. Sicilia situr í mexíkönsku
fangelsi, en hefur enn ekki gefið upp
vonumnáðun. ★
Maður af nafni Jósúa var
dreginn fyrir dómstólana
fyrir að brugga. ,Jósúa,
mælti dómarinn kímileitur,
,,ertu sá sami Jósúa og sá
sem fékk sólina til að
staðnæmast?”
,,Nei, herra,” svaraði
Jósúa. ,,Eg er Jósúa sem
fékk tunglið til að skína.