Úrval - 01.03.1979, Page 94
92
ÚRVAL
Þótt meðfylgjandi grein sé kannski nokkuð séramerísk,
er þó fjallað þar um nafnabreytingar og íslendingum
hefur löngum þótt gaman að orðaleikjum — sem ýmsar
þessara nafnabreytinga vissulega eru. Og nafnabreytingar
þekkjum við hér heima, þótt einkum eigi það við um
breytingar á örnefnum.
AÐ SKIPTA
UM NAFN — ÞAÐ ER
ALGENGT!
— Tcd Morgan —
ÍK- %
* * Þ •)!C-
* *
EGAR ég varð banda-
rískur ríkisborgari í
febrúar 1977, afsalaði ég
mér titli mínum (ég var
greifi meðan ég var
franskur) og breytti nafninu í Ted
Morgan. Sanche de Garmont, nafn
forfeðra minna, tengdi mig við
franskan uppruna og villti heimildir
um félagslega stöðu mína. Ég vildi
skapa mér nafn fremur en erfa það. Á
sama hátt og ég valdi mér þjóðerni,
vildi ég velja mér nafn.
Tcd Morgan — sem þá hét Sanche de Gramont
— fékk Pulitzterverðlaunin 1961, þcgar hann
var fréttamaður hjá Herald Tribune í New
York. Hann hefur gefið út sjö bækur.
Mörgum árum áður, hafði vinur
minn, sem er galdramaður í stafa-
leikjum gert lista yfir 19 möguleg
nöfn úr stöfunum nítján í de
Gramont. Það var nafnið Ted
Morgan, Tom Danger, Rod Magnet,
Monte Drag, Mo Dragnet og R.D.
Megaton. Mér þótti Ted Morgan blátt
áfram og hentugt; það var nafn sem
símastúlkur og afgreiðslumenn gátu
heyrt og skilið án þess að þurfa að
hvá. Morgan hlaut að vera maðursem
óhætt var að lána bíl. Hann myndi
skila honum með . fullan tank af
bensíni. Hundar og lítil börn voru
óhrædd við Morgan. Ritstjórar fundu
á sér, að þót.t hann væri kannski ekki
• Stytt úr On Becoming American -