Úrval - 01.03.1979, Page 96

Úrval - 01.03.1979, Page 96
94 ÚRVAL skærasta peran í blaðamannaliðinu, var þó hægt að treysta honum. Þess1 vegna varð ég Ted Morgan. Við athöfnina, sem fylgdi form- legri ríkisfangsbreytingu, skiptu 30 aðrir nýir borgarar einnig um nafn. Það er ekki óalgengt. Raunar gera fæstir sér grein fyrir því, hve algengar nafnabreytingar eru í þessu landi. Þær eru einn liður frelsisins, sem mönnum yfirsést oft. í Ameríku er það hluti af menningunni að skipta um nafn. Sú erfðavenja nær aftur til indjánanna, sem breyttu táknrænum nöfnum sínum til samræmis við afrek sín. Höfðingi Piegan svartfótanna breytti til dæmis nafni sínu úr ,,Skjöldótti elgur” í ,,Bjarndýrahöfðinginn” eftir að hann hafði lokið sigursælli herferð. Þar voru nafnabreytingarnar eins konar stöðuhækkun. Stundum voru nafnaskiptin ekki svona formleg. Nöfn fyrstu þýsku landnemanna tóku iðulega aðeins hljóðbreytingum til að falla betur að enskunni. Rockefeller-ættin kom upprunalega frá Rínarlöndum og hét þar heima Rockenfeller. Vissu Ezra Pound, Herbert Hoover og Pershing hershöfðingi, að upprunalega voru nöfn þeirra Pfunds, Hubers og Pfoershings? Veit Walter Cronkite að forfeðranafn hans er Krankheit (lasleiki)? Stundum breyttust nöfnin einfald- lega til samræmis við daglegan fljóta- skriftarframburð. Hugenottarnir frá Hoilandi, De La Noyes, urðu Delanos. Boncoeur varð Bunker. Custer hershöfðingi var afkomandi málaliða að nafni Kuester. Lincoln var að líkindum afkomandi fjölskyldu sem hét Linkhorn. En oft eru breytingarnar gerðar af yfirlögðu ráði. Faðir Paul Revere breytti nafni sínu úr Appollos Rovoire , ,einfaldlega til að lýðurinn ætti auðveldara með að segja það.” Prédikarinn Billy Sunday þýddi einfaldlega nafn föður síns, þýska innflytjandans Sonntag. Ein ástæða nafnbreytinganna var sem sagt að hrista af sér óþægilega arfleifð frá öðru þjóðerni. En orsakirnar voru fleiri. Nefnum nokkrar: Ovart: Þegar forfeður Walter Mondale, varaforseta, komu vestur um haf frá Noregi, hétu þeir Mundal. Skrifstofumaður á Ellisey bætti e-inu við, og annar skráði nafnið sem Mondale í Minnesota, þegar fólkið tryggði sér land. Til þess að koma í veg fyrir öll tvímæli um eignarétt landsins, tók fjölskyldan þessa útgáfu nafnsins upp. Flótti: í Ameríku er fólk alltaf að hverfa. Það eru þeir sem verða að hverfa af hagkvæmnisástæðum, þeir sem hafa fengið meira en fylli sína á fjölskyldulífi, eða fellur einfaldlega ekki við þá persónu, sem þeir eru. Sumir segjast ætla að skreppa út á horn eftir sígarettum, en stökkva þess í stað inn í aðra tilveru. Það er auðvelt að skipta um nafn. Spéhræðsla: Sígilt er dæmið um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.