Úrval - 01.03.1979, Side 98
96
LJRVAL
^Viltu aukg orÖaforÖa þinq?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða.
1. rekill: viður, sem rekur á land, áhald, ein tegund blómskipunar, ein
tegund rótar, ein tegund blaðskipunar, slóð, hilla.
2. brugðningur: undrun, fit, lost, tilbreyting, stroff, fjölbreytni, fljótfærni.
3. köngull: kvenblómskipun berfrævinga, hrúga, skordýr, karlblómskipun
berfrævinga, kvenblómskipun dulfrævinga, karlblómskipun dulfrævinga,
jurtarleggur.
4. misferli: afbrigði, röng stefna, óheiðarleiki, áttavilla, fjölbreytni, afbrot,
önuglyndi.
5. að úðra(st): að frussa, að sprauta, að háma, að dreifa, að vinna kappsam-
lega, að slá slöku við, að segja kjaftasögur.
6. tormerki: merkilegt fyrirbæri, leiðarvísir, landamerki, e-ð sem er auðvelt
viðfangs, vísbending, erfiðleikar, vandkvæði.
7. glórulaus: koldimmur, vitgrannur, fávís, áttavilltur, alger, ráðvilltur,
óákveðinn.
8. ymtur: hljóð, ískur, lykt, dynur, stunur, hávaði, orðrómur.
9. að heitast við e-n: að bindast fastmælum við e-n, að hóta e-m öliu illu, að
mæla blíðuorð við e-n, að trúlofast e-m, að slást við e-n, að keppa við e-n,
að hrósa e-m hástöfum.
10. bausn: mikið magn, ósköp, furðuverk, hvalbægsii, selshreifi, einn af
fremri uggunum á hákarli, afturuggi á hákarli.
11. helfró: linun þjáninga, rétt fyrir andlát, blóm, dauðastuna, þíða, gras-
tegund, mosategund, skófartegund.
12. að forframast: að láta tælast, að ryðjast áfram, að mannast, að veiða erfiðari,
að menntast, að spá, að fyllast monti.
13. agnhald: ullarnærbuxur, hnjáskjói, traustatak, dauðahald, hak (áöngli),
giidra, sakka á færi.
14. rekki: röð, regla, dramb, rimlahiila undir diska, meis, garði, hundur.
15. að gera gangskör að e-u: að vinna gegn e-u, að gera gagngerar ráðstafanir
til e-s, að mótmæla e-u, að hrósa e-u, að hætta við e-ð, að bera fram
beiðni um e-ð, að fást við e-ð með hangandi hendi.