Úrval - 01.03.1979, Page 101
RÆTUR
99
kunni sögu Kinteis aftur á bak og á-
fram og sögu afkomenda hans, kyn-
slóð eftir kynslóð, til okkar dags.
17 ára gekk ég í Strandgæsluna,
það var í síðari heimsstyrjöldinni. Eg
varð þjónn á skipi á suðvestur-Kyrra-
hafi. Til að verjast leiðindum fór ég
að skrifa. Eftir stríðið hélt ég áfram í
Strandgæslunni og allan tímann
skrifaði ég eitthvað dag hvern. 37 ára
hætti ég störfum og komst á eftir-
laun og ákvað að snúa mér að rit-
störfum eingöngu.
Ættarsaga mín var mér ofarlega í
huga. Árið 1962 tók ég að rekja slóð
hennar, hvenær sem tóm varð til. Ég
kannaði skýrslur og skrár. Amma var
dáin, en ég leitaði til fróðra ættingja,
einkum Georgíu Andersen í Kansas
City, sem var mjög fróð og orðin eins
konarættmóðir.
Þegar kom fram á árið 1967,
fannst mér ég hafa safnað hinum
bandaríska hluta ættarsögunnar. En
Afríkuhlutinn var enn leyndardómur
og hin einkennilegu, snöggu og
önuglegu hljóð 1 móðurmáli Afríku-
mannsins. Loks leitaði ég til
málvísindamanns, sem hefur afrísk
tungumál að sérgrein. Hann sagði
mér að Kintei væri ættarnafn með
mandínkaþjóðflokksins, að Kambi
bolongó (eitt af orðum Afríku-