Úrval - 01.03.1979, Page 103
RÆTUR
101
táknaði. Þetta er einn af elstu helgi-
siðum mannkynsins, handayfir-
lagnin. Þetta var táknræn athöfn
fólksins, sem sagði við mig á þennan
hátt: ,,Vegna þess holds, sem er
okkar, erum við þú og þú við. ”
Á leið að næsta þorpi heyrðist
háttbundin hrynjandi trumbanna
jafnt og þétt. Fólkið í þorpinu hafði
hnappast að veginum. Það hrópaði
eitthvað, en það var ekki fyrr en ég
reis upp í jeppanum að ég heyrð hvað
það hrópaði; „Herra Kinte, herra
Kinte!” í augum þessa fólks var ég
tákn svertingjanna í Bandaríkjunum,
afkomenda þeirra, sem rifnir höfðu
verið upp með rótum úr Afríku. Eg
greip höndum fyrir andlit mér og
brastí grát.
I London fann ég eftir langa leit í
skjölum breska þingsins upplýsingar
um þá hermenn konungsins, sem
þulurinn hafði talað um. Það var átt
við , .liðsveit O’Hares ofursta,” sem
send var til Gambíufljóts árið 1767 til
verndar Jamesvirki, en þar var stund-
uð þrælaverslun.
Eftir sjö vikna yfírlegu yfír
skjölum Lloyds tryggingafélagsins í
London fann ég skipið, sem ég var að
leita að. Það hét ,,Lord Ligonier” og
sigldi beint frá Gambíufljóti til
Ameríku árið 1767. Það kom til
Annapolis í Bandaríkjunum