Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 109
RÆTUR
107
maður, og veikgeðja maður er
hættulegur ættflokki sínum.” Að
þessu mæltu voru drengirnir reknir
með keyrishöggum inn í leirkofana í
kring, en um kvöldið fór kintango
með þá í næturferð. Þeir voru
örmagna og með blöðrur á fótum, er
þeir komu aftur. Næstu nætur var
þessu haldið áfram, þar til þeir höfðu
lært að nota stjörnurnar til að
leiðbeina sér og rata heim aftur.
Þeir lærðu veiðar, að líkja eftir
hljóðum fugla og dýra og margt,
margt fleira. En kintango virtist
aldrei ánægður. Hann gerði yfír-
gengilegar kröfur og hélt uppi
járnaga; ef einhverjum mistókst
verkefni sitt, voru allir miskunnar-
laust barðir. Það var stundum
freistandi að berja þann, sem leiddi
það yfír hina, en þeir vissu, að þeir
yrðu einnig barðir fyrir að berjast
innbyrðis. Þeir höfðu líka löngu lært,
að mandinkar mega aldrei berjast
innbyrðis.
Dag einn var þeim fyrirvaralaust
fyrirskipað að draga fram typpið.
Þetta var stundin, sem Kúnta hafði
óttast í mörg ár, nú átti að gera kasas
bojó, aðgerina, sem átti að búa þá
undir að geta af sér marga syni. En
það tjóaði ekki að hika. Aðstoðar-
menn kintangós vöfðu dálitla
dulu um typpi hvers og eins. I henni
var grænn áburður, búinn til úr
krömdum laufum. „Þetta tekur
tilfinninguna úr limum ykkar,” sagði
kintango og skipaði þeim aftur inn í
kofa. Seinna voru þeir aftur kallaðir
út. Þá voru komnir gestir, feður, eldri