Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 121
RÆTUR
119
kreppir hnefann,” sagði Omoró,
, ,getur enginn lagt neitt í lófa þér.
,,Þú Toby,” sagði brúni maðurinn
við hann dag einn. Kúnta roðnaði
af reiði. ,,Kúnta Kinte,” hraut
reiðilega út úr honum. Um leið
undraðist hann sjálfan sig. Hann
hafði ekki nefnt nafn sitt fyrr í þessu
landi. Sá brúni ygldi sig. ,,ÞúToby,”
sagði hann aftur. ,,Þú gleyma afhku-
dellan. Bara gerir hvíta mann reiðan
og negrana hrædda.” Hann leit í
kringum sig og tók upp einkenni-
legan hlut úr viði. ,,Fiðla,” sagði
hann. Kúnta leit í kringum sig.
Enginn var nærri, svo hann ákvað að
endurtakaþetta. ,,Fiðla,” sagði hann
hikandi. Sá brúni kinkaði kolli og
hélt áfram að benda: ,,Stóll, fara,
kornhýði” — og Kúnta hafði orðin
eftir honum. Og eftir nokkurn tíma
gat Kúnta skilið þann brúna og gert
sig skiljanlegan.
Dag einn, meðan þessu fór fram,
kom svertingi með skó handa Kúnta.
Framhluti annars skósins var fylltur
með bómull. Til að byrja með gekk
Kúnta illa að ganga í skónum, en það
lagaðist. Nú var hann laus við
hækjurnar. 1 sömu viku frétti sá brúni
hjá Lúter, svarta manninum, sem ðk
vagni læknisins, að hvíti læknirinn
ætti nú Kúnta, hefði keypt hann af
bróður sínum. „Negrarnir hérna
segja hann góður húsbóndi,” sagði sá
brúni. ,,Eg hef séð verri. Enginn er
góður.”
Um þetta leyti fór Kúnta að
fylgjast með tímanum með því að láta
eina steinvölu detta í tómt grasker
með hverju tungli. Hann áleit að
hann hefði verið 12 tungl á hinum
búgarðinu, svo hann byrjaði með 12
völur í kerinu, síðan sex í viðbót, því
þann tíma þóttist hann hafa verið þar
sem hann var nú. Að viðbættum
þeim 17 regntímabilum, sem hann
hafði dvalið í Juffure, var hann nú
kominn á 19- regntímabilið.
Læknirinn setti Kúnta til starfa við
grænmetisræktina, og brátt hafði
hann hana aleinn. Og tíminn leið.
Nú kom eitthvað sem hét ,,jól”.
Þetta var eitthvað sem tengt var Allah
túbobanna og svertingjarnir höguðu
sér eins og skepnur, brugguðu úr
gerjuðum eplum og Bell stjórnaði
matseld í stórum svörtum potti, þar
sem kraumuðu svínakjammar og
svartar baunir. Kúnta var þetta móti
skapi, hann var enn að hugsa um
flótta, þótt meðferðin á honum eftir
flóttatilraunirnar drægi úr honum
mestu löngunina. Á hinn bóginn
langaði hann að kynnast þeim brúna
betur, og líka Bell.
Einn daginn sagði hann við hana,
að hún liti út eins og mandínkakona.
Þetta áttu að vera gullhamrar, en hún
svaraði reiðilega: ,,Hvað endemis
þvæla er þetta! Ekki veit ég af hverju
hvíta fólkið er eiginlega að flytja
ykkur hingað, þessa afríku-
svertingja!”
Hún var afundin við hann í marga
daga, en dag einn í mars 1770 kom
hún þjótandi til hans út í garð og