Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 123

Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 123
RÆTUR 121 ,,En,” bætti hann við, ,,þar að auki hefur ég stundum séð lík af hvítu fðlki, sem ég tel hafa dáið á voveifleg- an hátt. Meira segi ég nú ekki. Kúnta vissi jafn mikið um þetta og læknirinn og jafnvel meira. Svartir menn áttu oft leynifundi saman. I þessum hrepp vissi hann um svertingja, sem höfðu strengt þess heit að drepa húsbónda sinn eða húsmóður. Hann vissi um faldar byssur og hafði heyrt þræla hvíslast á um uppreisnir. En bestu fréttirnar fékk hann jafnan er hann var staddur í borgunum og svo vel vildi til að póstpokarnir með „Virginia Gazette” voru að koma. Þá fór ekki margt fram hjá eyrum Kúnta Kinte af því sem þeir hvítu spjölluðu í milli sín. Hann varð var við reiði þeirra og áhyggjur yflr vaxandi fjölda „kvekara,” sem hvöttu svertingjana til að flýja og voru jafnvel byrjaðir að hjálpa flóttafólki, fela það og koma því undan til frelsisins í norðri. Hann flutti fréttirnar heim, þangað sem allir hlustuðu með ákefð. Eitt sinn kom hann heim með þær fréttir, að þrælahald hefði verið afnumið í einu norðurfylkjanna, sem kallað var Massachussetts, og önnur fylki þar norður frá ætluðu að fara eins að fljótlega. „Hvað þýðir þetta?” spurði einhver. Gamli garðyrkjumaðurinn varð fyrir svörum: „Það þýðir að við verðum öll frjáls — einn góðan veðurdag.” VORIÐ 1788 HAFÐI Kúnta lifað 38 regntímabil. Honum varð stundum hugsað til þess, að hefði hann verið kyrr heima, væri hann nú kvæntur, faðir þriggja eða fjögurra sona. En hinn ákjósanlegi aldur brúðarinnar átti að vera 14 eða 16 regntímabil eins og heima í Juffure. Hann hafði ekki fundið neina eftirsóknarverða á þeim aldri í landi hvíta mannsins, ungu stúlkurnar þar flissuðu eins og fífl og hegðuðu sér heimskulega. Raunar var Bell eina konan, sem hann þekkti vel, og hún var líklega meira en 40 regntímabila. Hún bar líka enga virðingu fyrir karlmönnum og talaði of mikið. En hann mundi vel, hvernig hún hafði hjúkrað honum og matað hann, þegar hann var ósjálfbjarga, hreinsað hann, þegar hann óhreinkaði sig, og unnið bug á hitasóttinni. Hún bjó líka til góðan mat og malaði kornið sitt sjálf, þótt augljóslega væri ekki hægt að gera það eins vel með steináhöldunum og harðviðarmortélunum heima í Juffure. Kvöld eitt tók Kúnta gamlan hikkoríbút og fór að höggva hann til. í huga sér sá hann mortélið og stautinn, sem Omoró hafði búið til handa Bintu, og búið var að nota svo oft að allar línur voru orðnar mjúkar og fágaðar af sliti. Hvenær sem hann átti frístund sat hann inni í kofa sínum og hjó bútinn varlega til með öxi, þar til útlínurnar tóku að formast. Svo tók hnífurinn við. Þegar mortélið var komið, fann hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.