Úrval - 01.03.1979, Page 127
RÆTUR
123
Kissí hefði hjálpað honum að flýja.
„Þið vitið um reglurnar,” sagði
Waller. ,,Það verður að selja hana.”
Bell hljóp æpandi út úr húsinu heim í
kofa sinn.
Þegar Kúnta kom heim úr sendi-
ferð, tjáði húsbóndinn honum þetta
sama. Kúnta var sem lamaður og
reikaði í leiðslu heim í kofa sinn.
Hugur hans neitaði að skynja þetta.
Atti að selja hana Kissí hans? Það var
ekki fyrr en hann heyrði óp Bell að
raunveruleikinn rann upp fyrir
honum. Oll beiskjan, sem hann hafði
bælt niður síðustu árin, braust nú
fram að nýju, og hann minntist alls
þess, sem hann hafði mátt þola af
völdum túbobanna í þessu
miskunnarlausa landi.
Slðdegis kom hreppstjórinn aftur
með þrælakaupmann. Kissí var
hlekkjuð 1 járnfesti og teymd út. Bell
kom æðandi út úr kofanum sínum.
Hún þreif í Kissí: „Gerðirðu þetta?”
æpti hún. Það var þjáningarsvipur á
andliti Kissíar og hún þurfti engu að
svara. Bell féll grátandi á kné fyrir
húsbónda slnum, er hann svaraði í
styttingi: ,,Rangt er rangt. Þið vissuð
um reglurnar. Hún erþegar seld.”
. Þrælakaupmaðurinn teymdi hana af
stað. Þá stökk Kúnta fram, hljóp til
dóttur sinnar og vafði hana örmum,
fast, svo að hún fann til. Hún brast í
grát. „Bjargaðu mér, fa,” stundi
hún. En hreppsstjórinn sló hann í
höfuðið með byssuskeftinu, svo hann
féll við. Hann sá í móðu þegar Kissí
var hrint upp í vagninn, sá hvernig
hún reyndi að veita viðnám og velta
sér út úr vagninum. Svo tókst vagninn
af stað og fór geyst. Beli hljóp á eftir
honutn og Kissí hrópaði til hennar
samhengislaus bænarorð.
Þegar Kúnta Kinte skýrðist fyrir
augum, sópaði hann rykinu þar sem
Kissí hafði síðast staðið upp í lofa sér
og bar það varlega heim 1 kofann. Ef
hann geymdi þetta ryk, myndu fætur
hennar snúa aftur til þess sama
staðar. Hann kom því vandlega fyrir.
Svo tók hann graskerið góða, fór með
það út og sló þvl grimmdariega við,
svo steinvölurnar, sem skráðu aldur
hans, dreifðust um allt.
TOM LEA HÉT sá, sem keypti Kissí
af þrælasalanum. Hann fór með hana
á lítinn búgarð í Norðurkarólínu.
Hann neyddi hana til lags við sig, og
hún ól honum son, sem hlaut nafnið
George. Kissí var ekki um það gefið
að eiga brúnan son, en vandist því
smátt og smátt.
Þegar George var fjögurra ára, vissi
hann að afi hans var afríkumaður. Fá
börn á búgarðinum vissu nokkuð um
upprúna sinn, svo George var sxfellt
að spyrja móður sína um manninn,
sem sagst hafði heita Kúnta Kintei og
hafði kallað strengjahljóðfæri kó og
fljót Kambí Bólongó. Hann spurði
aftur og aftur, og Kissí minntist þess
að faðir hennar hafði sagt henni að
hún yrði að segja börnum sínum sem
best frá uppruna sínum. Og hún
sagði honum allt sem hún gat munað