Úrval - 01.03.1979, Page 127

Úrval - 01.03.1979, Page 127
RÆTUR 123 Kissí hefði hjálpað honum að flýja. „Þið vitið um reglurnar,” sagði Waller. ,,Það verður að selja hana.” Bell hljóp æpandi út úr húsinu heim í kofa sinn. Þegar Kúnta kom heim úr sendi- ferð, tjáði húsbóndinn honum þetta sama. Kúnta var sem lamaður og reikaði í leiðslu heim í kofa sinn. Hugur hans neitaði að skynja þetta. Atti að selja hana Kissí hans? Það var ekki fyrr en hann heyrði óp Bell að raunveruleikinn rann upp fyrir honum. Oll beiskjan, sem hann hafði bælt niður síðustu árin, braust nú fram að nýju, og hann minntist alls þess, sem hann hafði mátt þola af völdum túbobanna í þessu miskunnarlausa landi. Slðdegis kom hreppstjórinn aftur með þrælakaupmann. Kissí var hlekkjuð 1 járnfesti og teymd út. Bell kom æðandi út úr kofanum sínum. Hún þreif í Kissí: „Gerðirðu þetta?” æpti hún. Það var þjáningarsvipur á andliti Kissíar og hún þurfti engu að svara. Bell féll grátandi á kné fyrir húsbónda slnum, er hann svaraði í styttingi: ,,Rangt er rangt. Þið vissuð um reglurnar. Hún erþegar seld.” . Þrælakaupmaðurinn teymdi hana af stað. Þá stökk Kúnta fram, hljóp til dóttur sinnar og vafði hana örmum, fast, svo að hún fann til. Hún brast í grát. „Bjargaðu mér, fa,” stundi hún. En hreppsstjórinn sló hann í höfuðið með byssuskeftinu, svo hann féll við. Hann sá í móðu þegar Kissí var hrint upp í vagninn, sá hvernig hún reyndi að veita viðnám og velta sér út úr vagninum. Svo tókst vagninn af stað og fór geyst. Beli hljóp á eftir honutn og Kissí hrópaði til hennar samhengislaus bænarorð. Þegar Kúnta Kinte skýrðist fyrir augum, sópaði hann rykinu þar sem Kissí hafði síðast staðið upp í lofa sér og bar það varlega heim 1 kofann. Ef hann geymdi þetta ryk, myndu fætur hennar snúa aftur til þess sama staðar. Hann kom því vandlega fyrir. Svo tók hann graskerið góða, fór með það út og sló þvl grimmdariega við, svo steinvölurnar, sem skráðu aldur hans, dreifðust um allt. TOM LEA HÉT sá, sem keypti Kissí af þrælasalanum. Hann fór með hana á lítinn búgarð í Norðurkarólínu. Hann neyddi hana til lags við sig, og hún ól honum son, sem hlaut nafnið George. Kissí var ekki um það gefið að eiga brúnan son, en vandist því smátt og smátt. Þegar George var fjögurra ára, vissi hann að afi hans var afríkumaður. Fá börn á búgarðinum vissu nokkuð um upprúna sinn, svo George var sxfellt að spyrja móður sína um manninn, sem sagst hafði heita Kúnta Kintei og hafði kallað strengjahljóðfæri kó og fljót Kambí Bólongó. Hann spurði aftur og aftur, og Kissí minntist þess að faðir hennar hafði sagt henni að hún yrði að segja börnum sínum sem best frá uppruna sínum. Og hún sagði honum allt sem hún gat munað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.