Úrval - 01.03.1979, Side 128
126
ÚRVAL
af sögum föður síns, og allt sem hún
mundi frá eigin bernsku.
Árið 1827, þegar George var 21
árs, stökk hann yfír sópinn með
stúlku, sem hét Matilda. Á næstu 12
árum eignuðust þau sjö börn. I hvert
sinn, sem nýtt barn bættist við,
safnaði George allri fjöiskyldunni
saman og rakti enn einu sinni
nákvæmlega söguna af afa sínum,
Kúnta Kintei, sem sagðist hafa verið
að leita að viði í trumbu, þegar . . .
Börn George og Matildu komust
öil á legg og hófu störf á ökrunum,
nema fjórða barnið, Tom, sem varð
járnsmiður. Árið 1856 komst Tom
Lea, húsbóndi þeirra, 1 fjárhags-
kröggur og varð að selja þrælana sína.
Þeir vom allir seldir tóbaks-
framleiðanda að nafni Murray, í
Alamancehreppi. Þar giftist Tom
stúlku að að nafni Irene. Það var árið
1858. Hún var svört í aðra ætt en
Cherokee-indjáni í hina. Þegar
börnin tóku að fæðast henni hvert á
fætur öðm, hafði Tom sama háttinn á
og George faðir hans á undan
honum. í lok þrælastríðsins urðu þau
frjáls. En þau áttu í engan stað að
venda, svo þau urðu kyrr á Murray-
tóbaksekmnni og svörtu og hvítu
Murrayjarnir háðu þar slna lífsbaráttu
hlið við hlið, allt fram til ársins 1872.
Þá hélt George 1 broddi fylkingar 29
vagna, hlöðnum svörtum
fjölskyldum, burtu úr Alamance-
hreppi í Norðurkarólínu, gegnum
Cumberlandsskarð til Henning í
Tennessee. I aftasta vagninum var
sonurhans, Tom Murray, járnsmiður,
með Irene konu sinni og sjö börnum
þeirra. Yngst var tveggja ára telpa,
Cynthia.
Þessi litla telpa var amma mín. Við
hné hennar heyrði ég fyrst söguna um
afríkumanninn, Kúnta Kintei,
söguna, sem varð til þess að ég hóf
leitina að uppmna mínum — rótum
mínum..------------------------ ★
HJARTANS ÞRÁ
Kunningi minn sem verslar með karlmannaföt seldi ungum manni
jakka úr grófgerðu efni, og maðurinn var mjög ánægður með
viðskiptin. Samt sem áður kom hann daginn eftir og bað um að fá að
skila jakkanum. „Stúlkunni minni fellur hann ekki,” útskýrði hann
niðurdreginn.
Viku síðar, kunningja mínum til mikillar furðu kom þessi sami
maður þjótandi inn í verslunina og keypti sama jakkann aftur.
,,Hefur stúklan þín skipt um skoðun?” spurði kunningi minn.
,,Nei,” svaraði hann brosandi. , ,Ég hef skipt um stúlku. ”
P.R.B.