Úrval - 01.06.1979, Page 3
1
6. hefti
38. ár
Úrval
Júní
1979
Það má með nokkrum sanni segja, að ferskur blær leiki um bókina í þessu
hefti, þótt sannarlega fjalli hún um ævagamalt efni — gröf Tútankammons
Egyptalandsfaraós. Ferskleikinn erí því fólginn, að talað er nokkuð tæptungu-
laust um þá, sem þar koma við sögu, veikleikar þeirra og breyskleiki dregnir
fram ekki síður en mannkostirnir. Þetta er dálítið óvenjulegt, þegar skrifað er
um atburði sem ekki eru lengra undan en fundur þessarar grafar. Algengast er,
að fjallað sé um sögupersónur, sem raunverulega hafa verið á meðal okkar, tala
nú ekki um ef þeir eiga afkomendur sem enn geta brugðist illa við, eins og
tíðkast í líkræðum hjá okkur hér uppi á íslandi: Með því að ljúga upp á þá
látnu ágæti sem þeir kannski áttu ekki einu sinni til!
I annan stað má nefna tvær greinar í þessu hefti, sem eru samstæðar að
nokkru leyti og tengjast jafnframt þeirri þriðju, sem birtist í síðasta hefti. Það
eru greinarnar viðtal við górillu og Sæunnarmál, og greinin sem vitnað er til í
maíheftinu er greinin um Tvíburasysturnar, sem bjuggu til sitt eigið mál.
Síðast nefnda greinin og Sæunnarmál eiga það sameiginlegt að fjalla um
einstaklinga, sem einhverra hluta vegna kusu að fara sínar eigin leiðir með
þessa aðferð til tjáskipta, málið, en Viðtal við górillu er ekki langt frá, því þar
eru sérfræðingar að kanna, hvort dýr kunni að geta hagnýtt sér málkerfi
sambærilegt við það sem við mennirnir notum. Ef það reynist almennt — eða
eigum við að segja aldýrt? — hægt, má gera ráð fyrir að það breyti — eða geti
breytt — nokkru um samskipti minna og dýra.
En ekki meira um það — Urval býður góðar (lestrar) stundir.
Ritstjóri.
Kápumynd
Það verður varla með sanni sagt, að blómlega hafí blásið um byggðir lands það
sem af er sumri. Myndin á kápunni er líka orðin tvævetur og sýnir Hawaiirósir í
fullum skrúða, eins og þær geta fallegastar orðið. Ljósm. Álfheiður
Guðiaugsdóttir.