Úrval - 01.06.1979, Page 5
Gamli maðurinn var sagður gamaldags og óduglegur
en ráðin hans dugðu ekki síður en lyfin.
3
APOTEKARINN AFI MINN
— Floyd Miller skráði eftir Walter Cronkite —
• : : G var aðeins níu ára,
þegar mér skildist að afi
var mislukkaður. Móður-
bróðir minn kom þessu
inn hjá mér, þegar hann
var að tala um Fritsche afa við systur
sína, móður mína. Hún staðfesti
umsögnina með því að kinka kolli og
hrukka ennið.
Afi átti lyfjabúð (drugstore, en í
þeim er fleira á boðstólum en tíðkast í
íslenskum apótekum — Þýð.) í
Leavernworth í Kansas. Hún var stór-
kostleg. Þar voru rúbínrauðar krúsir
sem mynduðu bjarma fullan af yl og
dulúð, háir málmstólar stóðu framan
við marmaraborðið þar sem hressing
var seld; á glerhillum voru endalausar
raðir af ilmsmyrslum og elexírum.
Höfgur ilmur fyllti búðina. Hann
kom innan úr lyfjagerðinni, sem var
á bak við, og þar voru raðir eftir raðir
af dufti og vökva, mortélum og
kvörnum og hárnákvæm milli-
grammavigt. Á flöskunum og krús-
unum vom ógnvekjandi, latnesk
heiti.
Það gat ekki farið hjá því, að sá sem
réði fyrir öllu þessu væri óendanlega
vitur, og það var afi í mínum augum.
Hann var hár og grannur, með
mikinn, gráan hármakka. Hann var
alltaf óaðfinnanlega til fara og við
hverja hreyfingu skrjáfaði í stífuðu
líni. Yfir hvössum augunum vom
gróskumiklir hártoppar; mér fannst
UrRemcmber, Remembcr —