Úrval - 01.06.1979, Síða 10
8
ÚRVAL
í öllum fjölskyldum er slóttugur og undirförull krakka-
skratti, sem veit svör viö öllu — eða að minnsta kosti
hvernig hægt erað nálgast þau.
FRASER FRÆNDI OG
LÆKNISBÖKIN
— Ruth Park —
EGAR ég var bam hafði
ég alltaf skömm á full-
orðnu fóki, sem spjallaði
um gamla daga. En
nýlega var ég svo heppin
að gera þetta með yngri systur minni,
og niðurstaðan er sú, að þetta sé
heilsusamleg og skemmtileg íþrótt.
Við ræddum til dæmis um Læknis-
bókina. Þetta var virðulegur doðrant-
ur sem átti heima á efstu hillunni í
stóra skápnum, sem kallaður var lín-
skápurinn. Þetta var mjög heilög
bók, full af hættum og spásögnum.
Þegar ég kom heim úr skóla með
flumbrað nef — ég var alltaf að detta
á það — eða einhver dularfull útbrot,
Ruth Park er ástralskur greinahöfundur og
rithöfundur.
*
*
* íK* Þ *
* *
var mamma vön að segja, alvarleg í
bragði: ,,Það er víst eins gott að við
lítum í Læknisbókina.” Að minnsta
kosti þegar ég átti í hlut mælti bókin
fyrir um joð að utanverðu en laxerolíu
að innanverðu. Það var nóg að sjá
bókina í höndum mömmu til að mér
rynni kalt vatn milli skinns og
hörunds.
Annars var þetta ,,við” hjá
mömmu ekki annað en virðingar-
fleirtala. Hún hefði átt að segja
,,vér’ ’. Mér var harðbannað svo mikið
sem að snerta hnökrótta leðurkápu
bókarinnar. Þess vegna var ég
auðvitað að deyja úr forvitni um inni-
hald hennar.
,,Af hverju má ég ekki sjá?” var ég
vön að rella, og móðir mín svaraði