Úrval - 01.06.1979, Side 11
FRASER FRÆNDI OG LÆKNISBÓKIN
9
alltaf mynduglega: „Þetta er fyrir
fullorðið fólk.”
Nú til dags er fullorðið fólk
auðvitað ekkert merkilegt. Því minna
sem sagt er um það — eða við það —
því betra. En á mínum æskuárum var
það dularfullt og spennandi. Það var
allt öðruvísi en leiðinlegur fábreyti-
leiki krakkanna. Lögun þeirra var allt
öðru vísi en okkar. Það var áfall að sjá
frændurna í baðfötum. Þá voru þeir
ekki með slétt og stífuð skyrtubrjóst,
heldur voru þeir í kafloðnum feldi,
og stundum voru lappirnar á þeim
eins og blautir merðir. Frænkurnar
tolldu í tískunni og voru með bring-
urnar flatar eins og fjalir undir silki
eða crepe de Chine, en þegar þær
voru einar og vildu láta sér líða vel
fóru þær með hendurnar undir fötin
að aftanverðu og baukuðu þar
eitthvað, sem leiddi til þess að um
leið og léttisstunan leið frá brjósti
þeirra byrjuðu þær að bólgna út.
,,Hvernig gera þær þetta?” spurði
ég í sakleysi mínu hann Fraser
frænda, sem stundum bjó hjá okkur,
en hann var býsna veraldarvanur.
,,Ég skal segja þér það fyrir fjögur
pens,” svaraði drengurinn, sem hafði
augu eins og bláar stjörnur en höfðu
fæðst gömul og full af slægð.
Svo það liðu mörg ár, áður en
leyndardómurinn laukst upp fyrir
mér.
Við vorum öll staðráðin í því að
liggja fyrr dauð heldur en verða full-
orðin — nema Fraser, sem hélt að
hann myndi ráða við það. En því
verður samt ekki neitað, að við
leituðum ákaflega eftir upplýsingum
og fræðslu um þennan óskiljanlega
meið mannfélagsins — og I mlnum
augum var læknabókin lykillinn að
því öllu.
Ég held að mamma hafi erft hana
frá einhverjum fornum vini —
frumbyggjafrú, sem bjó hundruð
kílómetra frá næsta lækni. Þó voru
það myndirnar I bókinni, sem mest
bentu til aldurs hennar. Karlmenn-