Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 12

Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 12
10 ÚRVAL irnir voru allir með flibba úr hvítustu steinsteypu og skóg af bómullar- skeggi. Konurnar voru klseddar eins og bænamaurar með gríðarlegan barm, sem stóð út í loftið fyrir ofan pinnsríf þvengmjó mitti. ,,Þær geta ekki allar hafa verið fullklæddar, eða hvað?” spurði ég systur mína þegar við vorum að rifja þetta upp á dögunum. Mér þótti ótrúlegt, að ég gæti munað þetta rétt. , Jú, svo sannarlega,” svaraði hún. „Manstu ekki þegar Fraser heimtaði sex pens og þrjá súkkulaðifiska fyrir að sýna okkur gluggana? ’ ’ Um leið mundi ég það, þá opin- berunarstund, þegar ég sá á blöð Læknisbókarinnar. Fraser átti örsmáan ótrúlega loðinn hund, sérstakan dýrgrip, og það olli alltaf dramatísku uppþoti meðal hinna fullorðnu, ef hvutti hvarf um stund — sem oft kom fyrir. Fraser lagði því á ráðin um að sex ára systir mín skyldi fela sig með hundinn í fangi í runnum skammt frá heimili okkar, en hann kæmi síðan öllu á annan endann með því að æsa sig yfir hvarfi hans. Því næst, meðan fullorðna fólkið leitaði dauðaleit að hundinum, myndum við tvö klöngrast upp í línskápinn og hann opinbera mér leyndardóma Læknis- bókarinnar. Systir mín byrjaði með einhverja uppreisnartilburði, en ég róaði hana með því að lofa hátíðlega að lýsa öllu því fyrir henni, sem mér tækist að uppgötva. Hún hvarf með hundinn, Fraser rak upp öskur, frænkurnar þýttust í allar áttir en ég var skilin eftir ein í húsinu til að hugga frænda minn. Við vorum snör í snúningum og klifruðum upp í línskápinn. Fraser var kaldur og kæruleysislegur, en ég skxthrædd, skjálfandi og sífellt lítandi um öxl. Fraser fletti þegar í stað upp á myndakaflanum í bókinni. Þar voru fínar konur og fínir menn, sum í úti- tennis, sum að skoða fjölskyldu- albúm, önnur að tína blóm, öll eins áhyggjulaus eins og hugsast gat, öll algerlega óvitandi um þá skelfilegu staðreynd að litlir ferhyrningar höfðu verið skornir úr fínu fötunum þeirra hér og þar svo við blöstu ófrýnilegar lifrar og lungu. Þetta var mikið áfall fyrir viðkvæmt barn, sem stóð með annan fótinn fremst í þröngri hyllu hátt uppi undir lofti, að uppgötva að fullorðið fólk er með glæra glugga svo hægt er að horfa beint á viðurstyggileg innýflin í þeim. ,,Hva- hva — hvað er þetta?” stamaði ég skjálfrödduð, þegar Fraser fletti upp á fínum manni sem var að pútta á golfteignum og lét það ekki raska ró sinni, að gegnum gluggann framan á honum miðjum blasti við andstyggilegur garnakleppur. Fraser var hugsi um stund. Svo svaraði hann: „Þetta hljóta að vera sverirormar.” Þegar hér var komið datt ég niður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.