Úrval - 01.06.1979, Síða 13
FRASER FRÆNDI OG LÆKNISBÓKIN
11
úr skápnum, auðvitað á nefíð. Fraser
lét Læknisbókina nákvæmlega á sinn
stað, flýtti sér niður, lokaði skápnum
og dró mig svo blóðuga fram á gang.
Ég hafði tæplega náð mér, þegar
hann heimtaði sex pensin og
súkkuiaðifiskana.
Þegar mér fannst ég vera orðin
nógu hress til að segja systur minni
hvað ég hafði séð, trúði hún mér
ekki. Hún varð bálreið og sagði:
„Fraser veit hvernig börnin koma.”
„Hvernig?”
,,Hann vill fá shiliing og
skrípamyndabókina mína fyrir að
segja mér það — og þegar hann segir
mér það ætla ég ekki að segja þér
neitt!”
En það lá í augum uppi, að með
þessu verðlagi myndum við aldrei fá
að vita hvernig börnin kæmu — við,
sem töldum vasapeningana okkar í
penníum. Við höfðum svo sem nóg
að hugsa um fyrir því. Ég var heldur
tregur krakki og hafði lítið
ímyndunarafl, svo það leið langur
tími þar tii það rann upp fyrir mér að
þessar skelfilegu myndir í Lækna-
bókinni voru aðeins fáránleg aðferð
hinna fullorðnu til að komast hjá að
sýna mannslíkamann heiðarlega
nakinn.
„Heldur þú,” spurði ég systur
mína um daginn, ,,að allar
fjölskyldur hafi átt Læknisbók? Að öll
slóttug börn af okkar kynslöð hafi
fengið ógleði og útbrot af því að
laumast í hana?’ ’
, ,Fraser varð ekki meint af, og hún
var ekki til heima hjá honum,” sagði
systir mín. ,,Hann lokkaði bókina út
úr mömmu þegar hann var orðinn
fullorðinn — og fékk fallegt þakkar-
bréf frá bókasafni læknadeildar
háskólans.”
„Meinarðu að hann hafi selt
Læknisbókina?”
,,Svona, svona,” sagði systir mín.
,,Þú veist hvernig Fraser er.” ★
Tjv vjv ^ sr* w
Meðan á töku myndarinnar ,,Litli chickadee” stóð fékk Mae West
einn af starfsmönnum kvikmyndaversins til að gæta þess að W.C.
Fields kæmist ekki burt til að snafsa sig milli atriða. Þó að hann væri
undir góðu eftirliti kom allt fyrir ekki eftir því sem á tímann leið varð
hann æ fyllri. En það komst upp um hann. Áður en upptakan hófst
hafði hann tæmt vatnskælinn inni í búningsherberginu sínu og fyllt
hann af gini.
Irving Drutman