Úrval - 01.06.1979, Page 15
13
',:r,:;y.r,: IÐ notum þá þegar við ALLT
HEFST MEÐ
*
V
leggjum saman, gerum
tossalista, skiljum eftir
skilaboð, skráum árang-
urinn á golfbrautinni
eða bara til að naga þá og fitla við þá.
Við stelum þeim samviskulaust af
borðum annarra, notum þá til að
styðja lasburða plöntur, prentum á þá
auglýsingar og stjórnmálavígorð. Við
týnum þeim, hendum þeim eða
einfaldlega yddum þá upp til agna
með undraverðu skeytingarleysi. Um
tveir og hálfur milljarður blýanta
(nóg til að ná 11 sinnum utan
um hnöttinn, væru þeir lagðir
enda við enda) eru fram-
leiddir og seldir árlega
í Bandaríkjunum einum.
Skilurðu nú? Það hefur ekkert
verið fundið upp sem er eins
ótrúlega nýtsamlegt
og gamli, góði blýantur-
inn. F.f þú ert enn í efa, skaltu bara
ímynda þér tilveruna eins og hún
væri blýantslaus, eins og hún varfram
að tveim síðustu öldum. Þeir hér til
forna, þeir fáu sem höfðu ritlist
sinnar menningar á valdi sínu,
notuðu eingöngu litla pensla eða strá,
sem þeir dyfu í frumstætt blek.
(Rómverjar kölluðu penslana sína
penicillus, eða ,,litlu skottin”, og þar
af er dregið hið alþjóðlega heiti, sem
skráð er á flesta blýanta: Pencil.)
Fjaðrapenninn kom ekki til Evrópu
fyrr en á sjöttu öld.
Árþúsund leið. Þá gerðist það árið
1564, að mikið tré rifnaði upp í fár-
BLYANTI
— Jeromc Brondfield —
18,3 sentimetrar af
timbri og grafíti —
líklega vanmetnasta tœki
sem maðurinn
hefur nokkurn tíma
fundið upp.
— Stytt úr The Kiwanis Magazine —