Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
viðri skammt frá Borrowdale í
Cumberland á Englandi. Undan
rótunum kom í ljós mikið af svörtu
efni, líku klesstri mold, — grafítæð,
eða „svartablý.” Þetta var hreinasta
grafít, sem nokkurn tíma hefur
fundistí Bretlandi.
Fjárhirðar á þessu svæði notuðu
þetta efni til þess að merkja með
sauði sína. En áður en langt um leið
voru fjármálasnillingar borgarinnar
farnir að tálga úr þessu stauta og
seldu þá á götum Lundúnaborgar
sem „merkisteina”, handa iðnaðar-
mönnum og kaupmönnum að merkja
körfur sínar og kassa með. Á átjándu
öld lagði svo George konungur II.
hald á námuna í Borrowdale og lagði
rekstur hennar undir krúnuna. (Svo
virðist sem grafít hafí verið ómetan-
legt til að gera fallbyssukúlur með ná-
kvæmlega réttu lagi.) Krúnan gætti
hagsmuna sinna svo vel, að Parlia-
mentið gerði það að hengingarsök að
stela grafíti úr námunni eða útöngum
grafítæðanna I grendinni. Náman var
aðeins rekin fáeina mánuði á ári til að
halda birgðunum niðri og verðinu
uppi, og það var leitað á námu-
mönnunum áður en þeir fóru heim
frá vinnu.
Fyrstu grafít merkistautarnir höfðu
tvo áberandi galla. Þeir kámuðu
höndina og voru mjög stökkir.
Einhver óþekktur snillingur leysti
fyrri vandann með því að vefja bandi
um endilangan stautinn og rekja svo
ofan af honum eftir því sem grafítið
eyddist. Kaspar Faber lagaði seinni
gallann árið 1761. Hann var iðnaðar-
maður frá Bavaríu og gutlaði við
efnafræði meðfram; hann blandaði
muldu grafíti saman við brennistein,
antimony og viðarkvoðu, og mótaði
þennan massa í stauta, sem héngu
miklu betur saman en hreint grafít
þegar þeir höfðu harðnað. Nú
vantaði ekkert á blýantinn annað en
heppilegt hulstur fyrir grannan staut-
inn úr svokölluðu blýi. (Það er ekkert
blý í blýöntunum; þótt sá málmur
skiiji eftir sig dauft strik; rómverjar
notuðu blýdiska, sem þeir renndu
yfir papírusinn til að fá línu til að
skrifa eftir. Blý hefur alltaf verið of
fágætt, erfitt í vinnslu og dýrt til þess
að hægt væri að gera úr því skriffæri.)
1790 olli það Napoleon Bonaparte
miklu hugarangri, að stríð það er
hann hafði hrundið af stað til þess að
leggja undir sig alla Evrópu kom í veg
fyrir að hann fengi eftirlætis áhaldið
sitt frá Þýskalandi og Englandi,
grafítstautana. Allt franska skrifstofu-
veldið og sjálf stríðsmaskína
Napóleons var orðið mjög háð rit-
blýinu. Nicolas Jacques Conté,
leiðandi franskur efnafræðingur og
uppfinningamaður, fékk skipun um
að taka það grafít sem finnast kynni í
Frakklandi og taka að framleiða blý-
anta. Hvort sem hann óttaðist að
honum kynni að mistakast, eða
honum hefur verið heitið ríkuiegum
verðlaunum, hitti hann sannarlega
naglann á höfuðið.