Úrval - 01.06.1979, Page 17
ALLT HEFST MEÐ BLÝANTl
15
Frakkland átti
mjög takmarkaðar
birgðir af grafíti,
og hvað til féll var
afar lélegt. Við
þetta vonda hrá-
efni bætti Conté
leir og bræddi
þetta saman í ofni.
Þetta tókst betur
en nokkurn hafði
dreymt um
Bræðslan gerði
blönduna að besta
ritblýi heimsins —
sem entist meira
að segja bærilega
við mikla notkun.
Þar við bættist að
með því að breyta
leirhlutföllunum
fékk Conté mis-
munandi „styrk-
leika” á ,,blý-
ið” frá hörðu yf-
ir í mjúkt, svo
línurnar urðu
ýmist fölgráar eða
svartar eftir því
hvaða styrkleiki
var notaður.
Svo kom stríðið 1812, sem kom í
veg fyrir að Ameríka fengi ritblý sín
frá Bretlandi. Og það var sama við
hvern þremilinn lélegu, ameríska
grafítinu var blandað, það vildi ekki
haldast þétt og heilt innan í gróf-
höggnum tréhólkunum, sem þá voru
notaðir utan um það.
Þrep í blýantagerð — talið neðan frá: 1. Sedrusfjöl. 2. Grópuð
sedrusfjöl. 3- Grópuð sedrusfjöl með grafítsúlum í. 4. Tvær fjalir
hafa verið límdar saman utan um grafítið. 5. Blýantamir mótaðir út
úr samíímdum fjöíunum. 6. Frá hægri: Fágaður blýantur,
grunnaður, fulllakkaður, þrykktur og áprentaður, með afrenndum
enda fyrirstrokleðurshólk, hólkurinn kominn á, strokleðrið íhólkinn
— blýantunnn fulígerður.
Þá var það sem Wiliiam Monroe í
Concord í Massachussetts reyndist
réttur maður á réttum stað. Hann var
húsgagnasmiður og þúsundþjaia-
smiður, og nú bjó hann til vél sem
gerði staðlaðar fjalir, 05,5-18,5
sentimetra langar, með nákvæmum
raufum að endilöngu, nákvæmlega