Úrval - 01.06.1979, Page 19
17
Nú til dags hefði Sæunn ekki komist upp með að læra
ekki að tala framan af og síðan þróa sitt eigið mál, Hún
hefði verið talin þroskaheft — og kannski var hún það —-
og meðhöndluð samkvæmt því, með sérkennslu og tal-
kennslu. Það er fróðlegt að lesa þessa grein og bera hana
saman við greinina um tvíburasysturnar, sem bjuggu til
sitt eigið mál, en sú grein birtist ísíðasta blaði.
SÆUNNARMÁL
YRIR rúmum 20 árum
eða þar um bil lést kven-
maður norður í Húna-
vatnssýslu, er það var
AxLKvK" merkilegt um og orð fór
af, að hún talaði ókennilega tungu.
Það var hvorki bjöguð íslenska né
bjöguð danska, að menn sögðu, né
neitt annað hér alþekkt mál, hvorki
rétt né afbakað. En aldur sinn hafði
hún allan alið þar í sama héraði og
ekki numið annað en títt er um
almúgastúlkur 1 sveit. Sumir sögðu,
að það mundi vera meðfætt (!) villi-
mannamál, og höfðu hina og þessa
hjátrú á hinu torkennilega orðfæri
Sæunnar þessarar.
Maður nokkur, er henni var
samtíða svo tugum ára skipti og sem
enn er á lífi, nú vestur undir Jökli,
hefur ritað upp nokkuð af því sem
hann man af „Sæunnar-máli” og
segir um leið þessi deili á henni:
Sæunn sáluga Jónsdóttir var fædd á
Illugastöðum í Tjarnarsókn á Vatns-
nesi í Húnavatnssýslu um næstliðin
aldamót. Ólst hún upp hjá foreldrum
sínum, þar til hún var á milli tvítugs
og þrítugs, að foreldrar hennar dóu.
Þá fluttist hún með uppeldissystur
sinni, Maríu Bjarnadóttur, (bónda á
sama bæ), að Þorkelshóli í Víðidal.
María varð seinni kona merkis-
— Úr Sögur ísafoldar —