Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 23
SÆUNNARMAL
21
Me: kind.
Killa: kýr.
Me-drekka: mjólkurær og sauða-
mjólk.
Pinta: pils.
Killa-drekka: kúamjólk.
Aura: auga.
Jörra; jörð, land.
Bíga: spýta.
Troja: trog.
Rokkína: rokkur.
Raura: rautt.
Fakk: svart.
Hjeff-hjeff: hundur.
Mannanöfn eru einnig í þeim flokki
svo sem:
Hara: Afi.
Andóra: Halldóra.
Peka: Pétur.
Hnunumba: Guðmundur.
Deidd: Sveinn.
Ennfremur töluorðin:
Krö: þrír.
Fóra: fjórir.
Ákka: átta.
Kía: tíu.
Kóll: tólf.
Dretta: þréttán.
Dekka: sextán.
Kukkugu: tuttugu.
,,Að sögn Baldvins Arasonar
þekkti Sæunn flesta stafina í staf-
rófinu, en gat ekkert orð lesið eða
haft ímyndun um hvað það þýddi, að
undanteknum fáeinum manna-
nöfnum. Hún var alveg óskrifandi,
en þekkti skrifstafi líkt þeim prent-
uðu. Tölur gat hún lagt saman í
huganum, en ekkert annað reiknað.
Hún var vel verki farin, bæði hvað
ullarvinnu, matartilbúningi og
eldhússtörfum við kom, það er að
segja af algengum kvenmanns-
störfum; þó kunni hún ekki að vefa,
og var fremur hraðhent og afkasta-
mikil. Övinnandi vildi hún aldrei
vera, því að það leiddist henni. Hún
var óvanalega trú og dygg í öllum
vcrkum og framferði og húsbónda-
holl. Hún spilaði ýms af hinum
algengu spilum, til dæmis alkort
ágætlega, marías, trúarspil, og hund
flestum betur; hún tefldi og mylnu.
Við börn var hún ágætisgóð, eins og
yfir höfuð við alla, bæði menn og
skepnur. Sæunn var ákaflega spurul
og vildi láta skýra vel út fyrir sér allt,
sem hún um spurði, enda hafði hún
ágætisminni til að muna það. Hún
virti vel, þegar fyrir henni var útskýrt
það, sem hún spurði um, eins og allt,
sem henni var vel gjört. Einnig
mundi hún eftir þeim sem á einhvern
hátt gjörðu á móti skapi hennar, án
þess að þó að láta reglulegar hefndir
fram koma, nema helst stríð, og þá
hún beitti því, var hún flestum
öðrum sárstríðnari og hafði þá ljóst
ímyndunarafl um, hvern streng var
sárast við að koma, fyrir þann sem
hún stríddi, og sparði það þá ekki.
hversdaglega var hún jafnlynd og
góðlynd og að upplagi heldur kát.
Hún var sérstaklega heilsugóð og varð