Úrval - 01.06.1979, Page 24
22
ÚRVAL
varla nokkurn tíma misdægurt.
Einnig var hún stærðar og þrek kven-
maður, mikið myndarleg, skarpleg og
yfirhöfuð fremur höfðingleg, hvar
sem á hana var lítið. Gáfur hafði hún
mikið góðar, minni mikið og skilning
ágætan.
Hún var mjög reglubundin og vildi
láta hvern hlut vera á sínum vísa stað.
Þrifin var hún og samhaldssöm og
vildi alltaf vera hrein og þokkaleg.
Hún var kölluð Jónsdóttir, en var
að allra sögn dóttir Þorláks Magnús-
sonar, prests að Þingeyrarklaustri
(sem var blindur fram undir 30 ár) og
dó um 1810, enda gaf síra Þorlákur
Sæunni 6 ær og uppbúið rúm, áður
en hann dó.
Móðir Sæunnar var ráðskona Þor-
láks prests og giftist frá honum.
Sæunn var í einu orði góð
manneskja og guð elskandi, unni öllu
því, er var fagurt og gott, en hataði
allt því gagnstætt. Hún var greind,
stillt, hyggin og umgengnisgóð,
sannsögul og vildi, að sínir með-
bræður væru sem hún í breytni og
hugsun.” ★
vjv Vjv vjv