Úrval - 01.06.1979, Page 25
23
Hafði þig kynnst Koko? Hún er api, sem hefur orðaforða
með minnsta kosti 373 mekingum — og hefur komst
næst þvíallra apa að rjúfa múrinn milli manns og dýrs.
VIÐTAL VIÐ GÖRILLU
— Francine Pattcrson —
0K0 er sjö ára gðrilla,
65 kg á þyngd og kann
að ,,ta!a”. Hún er mið-
punktur tilveru minnar
sem þróunarsálfræðing-
ur, og hún er líka orðinn kær vinur
minn. Með merkjamáli — þessu
venjulega fingramáli, sem er
tjáningarmáti mállausra — hefur
Koko kennt okkur að tegund hennar
er vel gefin og býr yfir næmleika, sem
hingað til hefur verið talinn forrétt-
indi mannanna.
Við getum tekið skilning Koko á
öðrum dýrum sem dæmi. Eitt sinn sá
hún hest með beisli uppi í sér, og
sagði (á merkjamáli sínu): ,,Hestur
hryggur. ” Hún var spurð hvers
vegna, og svaraði: ,.Tennur.” Þegar
henni var sýnd mynd af albínó-
górillunni frægu, Snjóbolta, þar sém
apinn var að stympast við þá sem
ætluðu að baða hann, sagði Koko,
sem líka er meinlega við að fara í bað:
,,Ég græt þar,” — og benti um leið á
myndina.
En hún sýnir líka viðbrögð við
flóknari aðstæðum. Henni þykir
fjarska gaman að þrátta, er ekkert
feimin við að vera dónaleg og lýgur
sig fúslega úr klípu. Eftir sex og hálfs
árs starf með henni, er ég farinn að
hafa gaman af lýginni í henni, njóta
deilna við hana og hlakka til
'V
Stvtt úr National Gcographic —