Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
dónaskaparins. Það sem gerir það er,
að samkvæmt aldagömlum skilningi
hafa þessi hegðunareinkenni verið
talin sérgáfa mannsins, en hér er
komin górilla, sem notar — og
hagnýtir — tjáningarform á sama
hátt og við.
Þegar ég skráðist til framhaldsnáms
í Stanford háskóla í Kaliforníu árið
1970, valdi ég prímata* aðra en
menn sem rannsóknarefni. Árið eftir
komu sálfræðingarnir R. Allen og
Beatrice Gardner að máli við mig.
Þau höfðu kennt Washoe, kvenkyns
sjimpansa, ameríska merkjamálið —
■ Til prímata teljast trjásnildur, tarsiushálf-
apar, lcmúrar, apar og mannapar (Heimild:
M.H. Day: Uppruni mannkyns.).
Francine segir Koko sögu af þrem litlum
kisum, sem týndu vettlingunum sínum.
Koko gefur merkið , ,slœmt. ''
Ameslan — sam talið er að um 200
þúsund mállausir Bandaríkjamenn
noti. Mál þetta er saman sett af
merkjum, og hvert merki táknar orð
eða hugmynd. 1970 hafði Washoe
lært 132 tjáningarmerki og notaði
þau til tjáningar og skilnings, en
skildi miklu fleiri.
I öðrum tilraunum hafði tekist að
koma á tjáskipum við einstaka
sjimpansa, sem tjáðu sig eða tóku við
tjáningu með mótun áhalda og
tækjum, eða með því að nota mjög
einfaldaða ritvél tengda tölvu. Niður-