Úrval - 01.06.1979, Side 27
VIÐTAL VID GÓRILLU
25
staða allra þessara rannsókna hjálpaði
til að taka af öll tvímæli um að apar
hefðu gáfnafarslega getu til að
hagnýta sér mannamál.
Ég hafði tekið þá ákvörðun að snúa
mér líka að tjáskiptarannsóknum með
sjimpansa. En daginn sem ég fór fram
hjá górillabúrinu í dýragarðinum I
San Francisco, dróst athygli mín að
ofboðlitlum górilluunga, sem ríghélt í
móður sína. Apabarnið hét Hanabi-Ko,
en það er japanska og þýðir Flugelda-
barnið — því hún var fædd fjórða júll
— en hún var kölluð Koko. Full
ofdirfsku spurði ég dýragarðsforstjór-
ann, hvort ég mætti reyna að kenna
Koko merkjamál. Hann neitaði, og það
með réttu. Hún var aðeins þriggja
mánaða, og enn mátti ekki
taka hana frá móðurinni. En ég lét
það ekki á mig fá, heldur byrjaði að
læra ameslan. Níu mánuðum seinna,
I júlí 1972, endurnýjaði ég umsókn
mlna um að fá að að starfa með og
sinna um Koko og var tekið, vegna
þess að hún var lasin og það hafði
reynst óhjákvæmilegt að taka hana frá
hinum górillunum. Nú vantaði hana
fósturmóður.
Górillur eru sorglega misskildar.
Þær eru I rauninni ótrúlega feimnar,
bllðlyndar og lausar við árásarhneigð,
þótt almennt sé því trúað, að þær séu
herskáar og mannskæðar. í skoðana-
könnun, sem gerð var meðal breskra
skólabarna, var górillan I hópi þeirra
dýra, sem börnin höfðu mesta andúð
á og óttuðust, ása~u með rottum,
snákum og kóngulóm.
Þegar stungið er upp ápvíað Koko
prófi að renna sér á brunbretti,
renna á hana tvær grímur.
Þegar við Koko hittumst fyrst,
gerði hún lítið til að bæta orðstí
górilluættarinnar. Þetta tíu kílóa
smádýr beit mig I fótinn. En ég lét
það ekki á mig fá. Nú spyr fólk mig
oft, hvort ég sé ekki smeyk við að eiga
við hana þegar hún verður fullvaxinn,
kannski um 125 kíló. En ég segi nei.
Hún er nú þegar þyngri en ég, 65 kg,
og ótrúlega sterk. En þó að margir
sjimpansar verði viðskotaillir, þegar
þeir þroskast, er svo að sjá sem skap-
lyndi górillanna sé allt annan veg
farið.
Til þess að kenna Koko merkja-
málið notaði ég,,hnoð”-aðferðina:
Ég mótaði hönd hennar I rétta merkið