Úrval - 01.06.1979, Side 28

Úrval - 01.06.1979, Side 28
26 ÚRVAL fyrir athöfn eða hlut, meðan athöfnin fór fram eða hluturinn var til staðar. Þegar dýrið fer að tengja saman hand- hreyfinguna og merkingu hennar, gerir kennarinn smám saman minna, þar tii dýrið gerir hreyfinguna sjálft. Til að byrja með reyndi Koko alltaf að bíta mig, þegar ég fór að hnoðast með hendina á henni. Annað vandamál var það, hve margt var í dýragarðinum, sem dreifði athygli hennar. Svo það var mikill léttir, þegar ég gat flutt Koko í hjólaheimilið hennar, sem nú stend- ur við heimavistina í Stanford. Þar hef ég frá upphafi, ásamt aðstoðar- fólki mínu, skráð merkjamál Koko, samtöl og það sem hún sjálf finnur hvöt til að tjá. Eg hef líka tekið hana upp á myndsegulband og kvikmynd. Þróun orðaforða er einhver ömgg- asti mælikvarðinn á gáfnafar fólks. Koko lærði merki fyrir „drekka” og ,,meira” á fáeinum vikum, og fyrstu átján mánuðina bætti hún við sig einu nýju merki á mánuði að meðaltali. Núverandi orðaforði hennar (síðsumars 1978) — merki sem hún notar reglulega og réttilega — er um 375 merki, þar á meðal heiti og hugmyndir eins og flugvél, nafli, sleikibrjóstsykur, vinur og hlustunarpípa. Setustofan í hjólhúsinu varð í senn svefnherbergi og leikstofa Koko. Þar er netbúrið, sem hún sefur í (hún hvílir á tveimur þéttum og mjúkum mottum, sem lagðar eru yfir mótorhjóladekk), æfingaslá og róla. Eftir að seinni górillan okkar kom, þriggja og hálfs árs karlkyns górilla að nafni Michael, var aðalsvefnherbergið líka gert að þjálfunarherbergi. Tvær gagnheilar tréhurðir aðskilja ríki Koko og Michaels. Þegar þær eru opnaðar, myndast stórt, sameiginlegt leiksvæði. Koko vaknar átta til háif níu á morgnana. Hún fær morgunmat, kornmat (kornfleks, cheerios eða þess háttar) eða rísgraut með rúsínum, mjólk og ávöxtum, og síðan hjálpar hún til við að taka til í kringum sig. Svo sest hún flesta morgna við hálf- tíma vélritunarkennslu. Þegar hún þreytist á því, biður hún mig að hleypa Mikka inn. Þau leika sér svo sem klukkutíma. Þá er komið að merkjamálskennslustund. Koko fær snarl um eittleytið og samloku (venjulega með hnetusmjöri eða sultu) tvö til hálf þrjú. Stundum fer ég með þau bæði út að ganga eða í ökutúr. Stundum reynir Koko að vera baksætisökumaður og gefur merkið ,,farðu þangað” til þess að við förum ekki heim, eða „fljót fara drekka” — og bendir á gossjálfsala. Kvöldmaturinn klukkan fímm er næstum eingöngu nýtt grænmeti, svo sem maísstönglar og tómatar. Ef Koko lýkur af diskinum sínum fær hún ábæti, hlaup, þurrkaða ávexti, köku, eða kex með osti. Eftir matinn slappar hún gjarnan af með bók eða tímarit (hún flettir, og þegar hún sér myndir, gefur hún merki” hér bióm” t.d.), hvílir sig á teppunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.