Úrval - 01.06.1979, Page 29
VIÐTAL VID GÓRILLU
27
sínum („þetta mjúkt”) eða leikur sér
að brúðunum sínum(,,þetta eyra”,
um leið og hún leggur eyra
brúðunnar að sínu).
Svo er að bursta tennurnar og bera
á sig barnaolíu, og um leið og górill-
urnar fara að sofa um sjöleytið fá þau
aukabita, venjulega ávöxt, til þess að
kvöldið verði ekki eins skemmtilegt.
Flest kvöld fer Koko að skæla, þegar
ég fer frá henni.
Frá upphafi hef ég mælt framfarir
Koko með gáfnaprófum, sem ætluð
eru mönnum. Gáfnavísitala hennar
hefur sveiflast frá 84 til 95, sem er
Francine býbur Koko mjólk z' könnu
og fœr svarið: ,,Koko (hcegri bönd)
elskar (vinstri hönd). "
aðeins lítillega minna en meðaltalið
fyrir mannanna börn, þótt gáfna-
prófin séu sniðin fyrir fólk en ekki
apa. Til dæmis var í einu prófinu
spurning um það hvað barnið myndi
velja sér sem skjól fyrir regni: hatt,
skeið, tré eða hús. Koko valdi
auðvitað tré. En samkvæmt reglunum
varð ég að skrá það svar sem rangt.
Önnur ,,röng svör” gefa innsýn í
skapgerð górillunnar. Einn aðstoðar-
manna minna sá Koko gefa merkið