Úrval - 01.06.1979, Síða 34
32
ÚRVAL
En hrifnust af öllu var þessi
prinsessa á Hawai af dansandi
öldunum sem lentu á strönd-
inni á eyjunni hennar. Þær
voru svo bláar þegar sólin skein
á heiðum himni, og er þær
brotnuðu urðu þær að fallegu
hvítu brimi.
„Kelea hlýtur að vera fædd í
sjónum,” sagði Kawao kóngur,
bróðir hannar. ,,Allt frá því
fyrsta var hún hvergi ham-
ingjusamari en þegar hún var
að leika sér í sjónum. ’ ’
Á
þessum dögum lærðu
drengir og stúlkur á þessum
eyjum að synda áður en þau
lærðu að ganga. Flestir leikir
þeirra voru í grunnu vatninu
meðfram ströndinni. Þau fóru í
feluleik í briminu og þóttust
vera þang í öldunum.
Snemma lærðu þau að fleyta
sér yfir öldurnar á brettum sem
sniðin voru úr bol brauðaldin-
trésins. Brimbrettin sem notuð
voru á Hawai voru breið og
nægilega löng til þess að
fullorðinn maður gat legið
endilangur á þeim.
Feðurnir gerðu styttri bretti
byrir börnin sín, en að öðru
leyti voru þau alveg eins og þau
sem fullorðna fólkið notaði.
Hliðarnar voru örlítið boga-
dregnar og rúnnaðir endarnir
veittu litla mótstöðu í vatninu.
Það var skemmtilegt að leika
sér á brimbretti í öldurótinu.
Ferðin til strandarinnar á brim-
bretti var eins og að fljúga.
Enginn drengur og enginn
stúlka gat synt betur en Kelea.
Enginn á Mauieyju gat kafað
dýpra í hlýtt, kyrrt vatnið í sjó-
lónunum. Enginn gat fundið
og komið með fallegri hluti af
glitrandi kóralrifjunum af
sjávarbotninum.
Kelea var líka örugg á brim-
brettinu. Enginn öldugangur
ofbauð henni. Einhvernveginn
vissi hún hvernig forðasta átti
öldur sem gætu kaffært hana.
Þessvegna var hún þekkt um
allar eyjarnar sem brimprins-
essan Kelea.
Fólk sem kom á ströndina
stansaði oft til að horfa á brim-
prinsessuna. ,,Hún fer of
glannalega,” hrópaði það
stundum. ,,Hún fer út þegar
öldurnar eru allt of úfnar. Hún