Úrval - 01.06.1979, Page 37
BRIMPRINSESSA N KELEA
sínum. Hann langaði að
forvitnast um hvort þessar
sögur væru sannar. I sjónum
fann hann Keleu, syndandi og
siglandi á brimbretti með
vinum sínum. Aldrei hafði
hann séð jafn fríða stúlku.
Aldrei hafði hann vitað um
nokkurn sem stóð svo öruggur
og frjáls á brimbrettinu sínu.
I björtu sólskininu var Kelea
eins og stytta úr björtum skín-
andi kopar. Lo-Lale varð ást-
fangin af henni við fyrstu sýn.
,,Ég giftist ekki neinum sem
getur ekki fleytt brimbrettinu
sínu betur en ég,” sagði Kelea
við Lo-Lale, eins og hún hafði
sagt öllum öðrum biðlum á
undan honum.
Þegar hann heyrði þetta hló
hann. Hann var bestur á brim-
bretti allra ungra manna í
Oahu.
Fólk sem fylgdist með þeim
Keleu og Lo-Lale á brimbrett-
unum sínum stóð á öndinni.
Hlið við hlið syntu þau út í
öldurótið. Líkt og fiskar köfuðu
þau undir næstu öldur. Svo
skaut dökkum kollum þeirra
upp í miðjum ölduganginum.
Hlið við hlið létu þau
35
æðandi öldurnar bera sig upp
að ströndinni. Stundum var
Kelea á undan, stundum Lo-
Lale. Brimprinsessan varð að
viðurkenna að þessi ungi prins
var eins djarfur og öruggur og
hún sjálf. Og þegar kom að því
að stýra eintrjáningi gegnum
öldurnar stóð hann henni
langtum framar.
Lo-Lale var sterkur. Hann
gat stjórnað eintrjáningi með
tveim árum örugglega í gegn-
um öldurnar. Fólkið á strönd-
inni sem fylgdist með þeim
hrópaði í hrifningu yfir list
hans.
Dag nokkurn bauð prinsinn
Keleu með sér út í eintrján-
inginn. Svört ský voru á lofti og
Kawao kóngur bað systur sína
að fara ekki með Lo-Lale. Þetta
var líka í mánuði fellibyljanna.
En Kelea hlustaði ekki á orð
hans. Hún kom sér fyrir í far-
kostinum og Lo-Lale ýtti frá
landi.
Út, út fóru þau langt, langt
frá hrikalegum öldunum sem
brotnuðu við ströndina. Þegar
þau ætluðu að snúa til lands
dundi fellibylur á þeim.
Ofboðslegur stormurinn