Úrval - 01.06.1979, Side 40
ÚRVAL
38
svo eignaðist hún dóttur til að
henni leiddist ekki. Maður
gæti haldið að þetta hefði
dugað, en svo var nú ekki.
,,Ertu ennþá hrygg, Kelea?”
spurði Lo-Lale dag nokkurn.
„Saknarðu ennþá sjávarins?”
Vissulega hafði prinsinn
áhyggjur af því hve sjaldan
kona hans brosti.
,,Ég er eins og litla aldan í
gömlu sögunni, Lo-Lale,”
svaraði Kelea. „Hlustaðu nú á,
ég ætla að segja þér hana.
Maður nokkur sem bjó upp í
fjöllum fór niður að strönd-
inni. Þar sá hann bláar öld-
urnar glampa í sólskininu.
,,Eg ætla að taka eina dans-
andi öldu með mér heim,”
sagði hann við sjálfan sig. ,,Það
verður gaman að leika sér að
henni heima.”
Svo setti hann litlu ölduna í
holan bút af bambusstöng.
Þegar hann kom heim hellti
hann henni í kókoshnetu.
,,Hvar er aldan mín?”
hrópaði hann og leit ofan í
kókoshnotina.
Vissulega var þar vatn, en
það hreyfðist ekki fremur en það
væri dautt. Þar var enginn
vindur til að blása því í freyð-
andi öldur. Og engar aðrar
öldur til að hjálpa henni til að
dansa í sólinni.
,,Fallega aldan mín er veik”
sagði fjallabúinn. ,,Hún dansar
ekki lengur eða glóir fyrir mig.
Hún er að deyja af þrá eftir
móður sinni, hafinu. Ég verð
að fara með hana til baka. ’ ’
Aftur fór maðurinn ofan úr
fjöllunum, og flutti öldurnar
með sér til baka í holum bút af
bambusstöng. Varlega hellti
hann henni í sjóinn, þaðan sem
hann hafði tekið hana.
Undir eins fór aldan að glitra
og dansa eins og áður. Maður-
inn andvarpaði. ,,Það var rétt
hjá mér, aldan þráði sjóinn.”
Lo-Lale skammaðist sín
þegar hann heyrði sögu Keleu.
Hann hafði ekki ætlað að
hryggja konuna sína svona.
Hann langaði aðeins að hafa
hana örugga.
,,En hvað stoðar það að vera
öruggur ef því fylgir ekki
hamingja?” sagði Lo-Lale og
hristi höfuðið. ,,Við skulum
fara niður að sjónum. ’ ’
Svo byggði hann fallega höll
fyrir hana við ströndina.