Úrval - 01.06.1979, Side 40

Úrval - 01.06.1979, Side 40
ÚRVAL 38 svo eignaðist hún dóttur til að henni leiddist ekki. Maður gæti haldið að þetta hefði dugað, en svo var nú ekki. ,,Ertu ennþá hrygg, Kelea?” spurði Lo-Lale dag nokkurn. „Saknarðu ennþá sjávarins?” Vissulega hafði prinsinn áhyggjur af því hve sjaldan kona hans brosti. ,,Ég er eins og litla aldan í gömlu sögunni, Lo-Lale,” svaraði Kelea. „Hlustaðu nú á, ég ætla að segja þér hana. Maður nokkur sem bjó upp í fjöllum fór niður að strönd- inni. Þar sá hann bláar öld- urnar glampa í sólskininu. ,,Eg ætla að taka eina dans- andi öldu með mér heim,” sagði hann við sjálfan sig. ,,Það verður gaman að leika sér að henni heima.” Svo setti hann litlu ölduna í holan bút af bambusstöng. Þegar hann kom heim hellti hann henni í kókoshnetu. ,,Hvar er aldan mín?” hrópaði hann og leit ofan í kókoshnotina. Vissulega var þar vatn, en það hreyfðist ekki fremur en það væri dautt. Þar var enginn vindur til að blása því í freyð- andi öldur. Og engar aðrar öldur til að hjálpa henni til að dansa í sólinni. ,,Fallega aldan mín er veik” sagði fjallabúinn. ,,Hún dansar ekki lengur eða glóir fyrir mig. Hún er að deyja af þrá eftir móður sinni, hafinu. Ég verð að fara með hana til baka. ’ ’ Aftur fór maðurinn ofan úr fjöllunum, og flutti öldurnar með sér til baka í holum bút af bambusstöng. Varlega hellti hann henni í sjóinn, þaðan sem hann hafði tekið hana. Undir eins fór aldan að glitra og dansa eins og áður. Maður- inn andvarpaði. ,,Það var rétt hjá mér, aldan þráði sjóinn.” Lo-Lale skammaðist sín þegar hann heyrði sögu Keleu. Hann hafði ekki ætlað að hryggja konuna sína svona. Hann langaði aðeins að hafa hana örugga. ,,En hvað stoðar það að vera öruggur ef því fylgir ekki hamingja?” sagði Lo-Lale og hristi höfuðið. ,,Við skulum fara niður að sjónum. ’ ’ Svo byggði hann fallega höll fyrir hana við ströndina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.