Úrval - 01.06.1979, Page 42
40
ÚRVAL
Þótt margar sjónvarpsauglýsingar í íslenska sjónvarpinu
séu góðar — og sumar þœr íslensku bestar fyrir okkar
skapgerð — eigum við langt ílandað komast með tœrnar
þangað sem vinir okkar westan hafs hafa hælana. Þvíþeir
segja:
BESTA EFNIÐ
I SJÖNVARPINU?
— AUGLÝSINGARNAR!
— Johanthan Price —
FT á tíðum eru
auglýsingarnarar það
besta í sjónvarpinu —
dramatískari og betra af-
......... þreyingarefni heldur en
þættirnir, sem þeim er smeygt inn í.
Oft eru þetta líflegir, mjög amerískir
smáleikir, stuttar kvikmyndir, sögur
sýndar með flughraða. Það fer meira
fé í hverja sekúndu við gerð þeirra,
meiri hugsun í hvert orð, sem sagt er
eða birt heldur en í nokkra kvik-
mynd, óperu, sviðsleikrit eða
>v M/ \*/ '
málverk. Allt í allt eru þær tíman-
iegur vitnisburður um neytendasam-
félag okkar og taka ímyndunaraflið
með sér í ævintýraferð.
Auglýsingahöfundarnir leggja svo
hart að sér að fá okkur til að taka eftir
og muna, að þeir koma stundum
leikurunum sínum — já, öllu starfs-
liðinu, í ærinn bobba. En auðvitað er
aðeins viss áhætta tekin.
Til þess að skjóta okkur skelk í
bringu, og til þess að sýna okkur hve
sterkt plastið er í pólíeþýlenfilmunni
— Stytt úr Thc Bcst Thing On TV —