Úrval - 01.06.1979, Síða 47
BESTA EFNID í SJÓNVARPINU?
45
fá, svona með einni töku, en þetta er
svo eðlilegt að það kemur vel fram,
hvað allt gerðist með snöggum hætti.
Við gátum staðið við að skila
auglýsingamyndinni, og viðskipta-
vinurinn seldi bílana sína. ” ★
V st»
7pr vf* A vtc vs
Slæmur verður sá dagur í lífi hvers manns, ef hann verður full-
komlega ánægður með það líf sem hann lifir, með þær hugsanir sem
hann hugsar, með athafnir sínar, þegar þráin eftir því að gera
eitthvað meira, æðra, hættir að berja að sálardyrum hans, eitthvað
sem hann vissi að honum var ætlað að gera af því hann er þó, þegar
öllu er á botninn hvolft, barn guðs.
Philips Brooks
I dálki á kvennasíðu dagblaðsins var því haldið fram að eiginkonan
væri misheppnuð ef hún kveddi manninn sinn ekki með kossi á
hverjum morgni er hann færi til vinnu, óskaði honum alls góðs, léti
hann finna hve mikilvægur hann væri og fullvissaði hann um að hún
tryði á hann. Næsta morgun hrópaði ég: ,,Bless, elskan! og klappaði
honum og kyssti alveg fram að útidyrum. „Gangi þér vel! Verrn sæll,
ástin mín! Bless!”
Tvær dætur okkar á táningaaldri heyrðu þessar áköfu kveðjur
mínar, en þær voru að búa sig í skólann. Þær komu nú þjótandi /ram
á stigaskörina sendu fingurkossa niður í anddyrið og kölluðu í kór.
„Bless, pabbi! Gangi þérvel! Bless! Bless!”
Faðir þeirra sem ég var nú að klappa lokaklappinu, leit furðu
lostinn á mig. „Drottinn minn dýri!” sagði hann. „Hvert er ég að
Bandarísk kona stödd I leigubíl í Teheran starði stórum augum
fram á götuna. Stórt, glæsilegt handhnýtt persneskt teppi, hálfrar
milljónar króna virði, lá á götunni beint fram undan bílnum. Henni
til skelfmgar keyrði bílstjórinn yfir það eins og ekkert væri.
„Hvers vegna liggur þetta dýrindis teppi á götunni?” spurði hún
hneyksluð.
Ökumaðurinn yppti öxlum. „Kanarnir vilja hafa þau svona.
Og það er rétt. Teppi sem er dálítið farið að láta á sjá er í hærra
verði þegar það er selt til annarra landa. Til þess að flýta fyrir að það
líti ellilega út, leggja þeir nýju teppin stundum á akbrautina.
j.U.