Úrval - 01.06.1979, Síða 49
Á FÍLSBAKI
Oft horfði ég á röð af litlum fílabeins
fílum sem stóðu á arinhillunni í dag-
stofunni og ímyndaði mér raunveru-
legan fíl, vitandi að draumur minn var
óframkvæ manlegur.
Þannig var hugsunum mínum farið
haustkvöldið sem ég sá auglýsinga-
miða sirkussins, þegar ég var á leið úr
skólanum. Þegar sirkus kom höfðum
við alltaf farið, mamma, pabbi og
ég. En þetta árið var ég ekki viss um
að nokkuð yrði af því. Ég gat ekki
ímyndað mér ömmu mína sitja með
mér undir lúnu strigatjaldinu. Ég
virti fyrir mér rauð og blá andlit trúð-
anna í þverrandi dagsbirtunni,
skrautklæddar konurnar, fíl með
ranann á lofti. Skyndilega varð ég
einmana, meir en nokkru sinni fyrr.
Það áttu að verða tvær sýningar á
laugardag. Eftir hádegið sat ég í ról-
unni sem hékk í valhnotutrénu og las
bók. Ég reyndi að hugsa ekki um
fílinn sem var með sirkusnum, liðna
tíma þegar ég fór með mömmu og
pabba í töfratjaldið.
Klukkan fimm stansaði bíll föður
míns við garðshliðið: „Halló, elsk-
an,” kallaði hann þegar ég hljóp í
áttina til hans. ,,Ég frétti að það væri
sirkus í bænum og grunaði að ég gæti
talið þig á að koma með. ”
Hann hafði fengið sér frí úf1
vinnunni þennan eftirmiðdag og
keyrt 120 kílómetra til að hitta mig,
en ég vissi það ekki þá.
Tjaldið sem var reist á auðu svæði í
útjaðri bæjarins var ekki einu sinni
hálffullt. Vindurinn blés ótrauður
47
inn undir tjaldskörina og þessir fáu
áhorfendur húktu í miðjum áhorf-
endabekkjunum og höfðu hendur í
yösum. En enginn hugsaði um
ióþábWadin af því. Þarna voru
hundar, hestar, sjónhverfingamenn
með marglita bolta, trúðar, listafólk á
hestum og fimleikafólk. Eina andrá á
dimmu kvöldi í þessari myrku borg