Úrval - 01.06.1979, Page 50
48
ÚRVAL
þessa erfiðleika tíma var okkur sagt
að trúa á manninn, fjölhæfni hans og
leikni — og við trúðum. Þau
skemmtu okkur, léttu lundina og
lyftu okkur. Svo var komið með fíl í
hringinn. Þetta var gamall fíll,
markaður tímans tönn með hrukkum
og fellingum sem gerðu hann í senn
hræðiiegan og fallegan. Hann gekk
um, stóð kyrr og sneri sér, og tók á
móti fagnarlátum okkar eins og það
væri hans daglega brauð.
,,Ég vildi óska að ég mætti fara á
bak”, hvíslaði ég, ,,Ég vildi að ég
mætti ríða áfíl.”
,,Hvað varstu að segja?” spurði
faðir minn.
,,Ekkert,” sagði ég. ,,Hann er svo
stór og fallegur.
Stjórnandinn í hringnum til-
kynnti. ,,Þetta er Súsí, og hún er
hrifín af fólki.” Hann þagnaði áður
en þruman dundi: ,,Við vitum að
það eru nokkrir meðal áhorfenda sem
hefur alltaf langað að fara á fílsbak . .
Ég greip andann á lofti.
,,Þeir drengir sem langar að ríða
fíl, geri svo vel að koma hingað.
Fjórir drengir ruddust úr sætum
sínum og þutu af stað. Dýratemjar-
inn togaði I eyra fílsins og stjórnand-
inn hjálpaði þeim á bak.
Ég fann tárin brjótast fram I augu
mín, en ég beit á jaxlinn. Auðvitað
voru það strákarnir; þeir fá alltaf að
gera allt. Hlæjandi og haldandi sér
riðu þeir Súsí einn hring á sviðinu. Ég
horfði á I uppgjöf. Enginn hefur
nokkru sinni fengið það sem hann
langaði mest til; þannig var lífið.
Stjórnandinn var aftur farinn að
tala en ég hlustaði ekki.
,,Nú er tækifærið,” sagði faðir
minn.
,,Hvað?”
,,Hann er að biðja um stúlkur sem
langi til að ríða á fíl. Þú vilt það, er
það ekki?”
Ég starði á föður minn, og svo á
Súsl. Ég gæti það ekki. Það væri
ómögulegt.
,,Farðu,” sagði hann hvetjandi,
, ,áður en það er um seinan.
,,Ég get það ekki,” sagði ég. Ég
get ekki staðið upp gengið að
hringnum og trónt á dýrð Súsíar. Ég
myndi sitja kyrr þar til tækifærið
gengi mér úr greipum. Svo myndu
óbætanleg augnablik ósigursins dynja
yfir, og ég myndi aldrei gleyma að ég
hefði haft tækifæri til að ríða fíl, en
ekki gert það. Svona var ég.
Faðir minn hélt áfram. „Stattu
upp, elskan, svo stjórnandinn sjái
þig.” Mildilega ýtti hann mér á
fætur.
„Komdu,” sagði stjórnandinn. Ég
vissi að það væri að minnsta kosti ein
lítil stúlka, sem langaði að ríða á fíl.”
Ég hentist niður að sviðinu, fætur
mínir voru dofnir, ég klifraði yfir
snúruna sem girti sviðið af. Þrjár
stúlkur til viðbótar komu I kjölfar
mitt. Ég stóð I miðjum hringnum,
fann lyktina af spónunum, og lyktina
af Súsí, hvorki hrædd við fílinn,