Úrval - 01.06.1979, Síða 51
Á FÍLSBAKI
49
fólkið sem fylgist með okkur né
reiðina sem framundan var, bara
mikilleik þess að fá drauminn upp-
fylltan.
Við kiifruðum á bak Súsí. Skinn
hennar var gróft og stakk bera fætur
mína. Ég hélt í aktygin fyrir framan
mig og ein stelpnanna hélt utan um
mig. Svo stóð Súsí upp, og þarna var
ég hátt uppi yfir heiminum, á bakinu
á fíl.
Þetta var síðasti sirkusinn sem faðir
minn fór með mig á, en frá þessum
degi gat ég verið án þeirra. Ég hafði
riðið á fíl.
I hvert skipti þaðan í frá, þegar
eitthvað virtist of erfítt til að g,era
það, minntist ég stundarinnar;
skæru, miskunnarlausu ljósinu, vind-
stekkingnum undir tjaldskörina,
hinnar bitru hugsunar, ég get það
ekki, og þá er allt um seinan. Þá
mundi ég rödd föður míns og hvernig
hann ýtti lauslega við mér og rödd
stjórnandans sem sagði: ,,Ég vissi að
það væri að minnsta kosti ein lítil
stúlka, sem langaði að ríða á fíl.”
Þegar spurningin hefur staðið um
giftingu og enga vinnu eða langtíma
áform, hefur verið i huga mínum
stúlka sem langaði til að ríða á fíl —
og gerði það — og veit þessvegna
hvað hún getur. ★
vl/ vl/ \|/ vl/
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
aö frelsi geti viðhaldist
í samfelagi.